Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir og Darri Gunnarsson skrifa 1. desember 2025 09:31 Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun