Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar 1. desember 2025 13:01 Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun