Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar 1. desember 2025 12:31 Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar