Stundum partur af Evrópu Heiða Ingimarsdóttir skrifar 14. september 2021 21:30 Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu. Þegar út var komið mætti ég á nýnemadaga. Þar var mér sagt að fylgja Evrópunemendunum eftir því ég væri jú frá Evrópu. Það væru nú svo mikil líkindi á menningu og siðum að ég þyrfti ekki auka fræðslu. Þegar ég flutti þurfti ég ekki landvistarleyfi. Enda kom ég frá Evrópu og á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) þurfti þess ekki. En eins og áður segir var þetta áður en varð af Brexit. Ég mátti byrja að vinna strax ef ég vildi og börnin mín fóru inn í skólakerfið án nokkurra vandkvæða. Ég gekk inn á næstu heilsugæslu og fékk alla þjónustu þar frítt. Alls staðar brosti fólk og sagði mér að ég hefði hin og þessi réttindi því Ísland væri hluti af EES. En þegar kom að því að gera upp námið breyttist allt. Ég þurfti að greiða skólagjöld. Allt í einu var ég ekki hluti af Evrópu lengur. Ég var frá Íslandi. Þegar kom að skólagjöldum var ég alþjóðanemandi. Þetta þýddi að ég mátti punga út tvöfaldri upphæð á við skólafélaga mína frá Evrópu. Munurinn lá í því að þeir voru frá löndum innan ESB og EES samningurinn dekkaði ekki þennan hluta skólavistarinnar. Þetta er pínu dæmi af því hver staðan er án fullrar ESB aðildar. Við erum með en við erum samt ekki með. Á meðan við erum ekki fullgildir meðlimir missum við af ýmsum réttindum og það sem er verst: við höfum enga rödd þegar kemur að stefnumótun og lagasetningu innan Evrópulandanna. Með inngöngu í ESB fengjum við sæti við borðið, hefðum rödd og áhrif á það regluverk sem við síðan þurfum að lifa eftir. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að aðildaviðræður séu kláraðar og að við fáum síðan að kjósa um samning um fulla aðild okkar að ESB. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu. Þegar út var komið mætti ég á nýnemadaga. Þar var mér sagt að fylgja Evrópunemendunum eftir því ég væri jú frá Evrópu. Það væru nú svo mikil líkindi á menningu og siðum að ég þyrfti ekki auka fræðslu. Þegar ég flutti þurfti ég ekki landvistarleyfi. Enda kom ég frá Evrópu og á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) þurfti þess ekki. En eins og áður segir var þetta áður en varð af Brexit. Ég mátti byrja að vinna strax ef ég vildi og börnin mín fóru inn í skólakerfið án nokkurra vandkvæða. Ég gekk inn á næstu heilsugæslu og fékk alla þjónustu þar frítt. Alls staðar brosti fólk og sagði mér að ég hefði hin og þessi réttindi því Ísland væri hluti af EES. En þegar kom að því að gera upp námið breyttist allt. Ég þurfti að greiða skólagjöld. Allt í einu var ég ekki hluti af Evrópu lengur. Ég var frá Íslandi. Þegar kom að skólagjöldum var ég alþjóðanemandi. Þetta þýddi að ég mátti punga út tvöfaldri upphæð á við skólafélaga mína frá Evrópu. Munurinn lá í því að þeir voru frá löndum innan ESB og EES samningurinn dekkaði ekki þennan hluta skólavistarinnar. Þetta er pínu dæmi af því hver staðan er án fullrar ESB aðildar. Við erum með en við erum samt ekki með. Á meðan við erum ekki fullgildir meðlimir missum við af ýmsum réttindum og það sem er verst: við höfum enga rödd þegar kemur að stefnumótun og lagasetningu innan Evrópulandanna. Með inngöngu í ESB fengjum við sæti við borðið, hefðum rödd og áhrif á það regluverk sem við síðan þurfum að lifa eftir. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að aðildaviðræður séu kláraðar og að við fáum síðan að kjósa um samning um fulla aðild okkar að ESB. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun