Evrópusambandið

Fréttamynd

Í­huga að sleppa taumnum á NATO lausum

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykkti að hætta á­rásum á orkuinnviði

Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu breytingar á stjórnar­skrá Þýska­lands

Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála.

Erlent
Fréttamynd

Öryggis­hags­munir Ís­lands í við­sjár­verðum heimi

Evrópu mun væntanlega stafa ógn af Rússum um ófyrirsjáanlega framtíð. Hver framvinda mála verður í Bandaríkjunum er erfiðara að spá um. Íslensk stjórnvöld og almenningur þurfa að vera við öllu búin og ræða um öryggishagsmuni landsins af yfirvegun en ekki fyrirframgefinni afstöðu manna til álitamála sem nú hafa gjörbreyst.

Umræðan
Fréttamynd

Utan­ríkis- og varnar­mál

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014 og hernámu Krímskaga brugðust vestræn ríki með léttvægum viðskiptaþvingunum og hneykslan. En með hernáminu brutu Rússar nokkra samninga sem þeir höfðu undirritað.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið og upp­lýsingalæsi

Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?

Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel.

Skoðun
Fréttamynd

Verður Frelsið full­veldinu að bráð?

Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn?

Skoðun
Fréttamynd

Trump-tollar geti haft ó­bein á­hrif á Ís­lendinga

Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Al­var­legt við­skipta­stríð“ hafið

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, setti í gær 25 prósenta toll á innflutning á stáli og áli. Evrópusambandið hefur tilkynnt eigin tolla á vörur frá Bandaríkjunum og er útlit fyrir að viðskiptastríð sé hafið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaninn selur lang­mest af vopnum en fram­tíðin ó­viss

Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við Banda­ríkin standi sterkt

Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tals­maður Pútíns hrósar Rubio fyrir um­mæli um leppastríð

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.

Erlent
Fréttamynd

Staða Ís­lands og niður­brot vest­rænnar sam­vinnu

Vestræn samvinna er í dag í sinni dýpstu krísu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vandamálin eiga sér nokkra forsögu. Engu að síður eru þær breytingar sem hafa átt sér stað síðustu vikur svo hraðar og umfangsmiklar, að telja má líklegt að varnarsamstarf Bandaríkjanna og Evrópu muni breytast í grundvallaratriðum á næstu misserum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Innlent