Flestir flokkar sammála um kvótakerfi til að stjórna fiskveiðum Einar S. Hálfdánarson skrifar 14. september 2021 11:01 Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun