Að veikjast utan opnunartíma – íslenskur veruleiki af landsbyggðunum Bjarki Eiríksson skrifar 14. september 2021 11:32 Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun