Að veikjast utan opnunartíma – íslenskur veruleiki af landsbyggðunum Bjarki Eiríksson skrifar 14. september 2021 11:32 Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar