Ekki vanmeta velferðina María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. september 2021 10:30 Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun