Gleymd börn á gráu svæði Valgarður Lyngdal Jónsson skrifar 14. september 2021 13:00 Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar