Brúargerð yfir Hornafjarðarfljót Þórbergur Torfason skrifar 14. september 2021 19:01 Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Samgöngur Hornafjörður Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun