Brúargerð yfir Hornafjarðarfljót Þórbergur Torfason skrifar 14. september 2021 19:01 Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Samgöngur Hornafjörður Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans. Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni, sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því sífellt fleygir tækninni fram nýungum í byggingaverkfræði og svo framvegis. Án þess að ætla að rekja þá sögu nánar ætla ég að snúa mér að sögu vegagerðarinnar undir stjórn nýfrjálshyggjupostula nútímans þar sem oddviti Framsóknar í kjördæminu leiðir hið furðulega ferli fjármögnunar á væntanlegri framkvæmd. Það vekur sannarlega mikla undrun þegar hin ímyndaða snilldarlausn Framsóknarmannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir að fjármagna eigi vegagerð og brúargerð yfir Hornafjarðarfljót með lánsfé frá fjármagnseigendum. Vitað er að fjármagnskostnaður verður aldrei undir 30% umfram framkvæmdakostnað. Fjárfestar gera arðsemiskröfu og munu fjármagna verkið að stórum hluta með lánsfé sem er miklu dýrara en þegar ríkið tekur lán. Það verður það gjald sem við vegfarendur munum þurfa að gjalda gangi þessi heimskulega hugmynd eftir. Kannski vita Framsóknarmenn ekki að Landsbankinn, banki allra landsmanna, lánar svona upphæðir með um 2% vöxtum, jafnvel tæplega það. Það er vitað og ekki ástæða til að draga það í efa. Auk þess eigum við þennan banka og hljótum því að hafa talsvert um það að segja í hvað og með hvaða kjörum bankinn lánar sitt fé. Reyndar gleymdist alveg að spyrja eigendurna þegar Guðmundur í Brimi keypti Kristján Loftsson út úr Granda á sínum tíma en einmitt þá og einmitt þar fór slík lánveiting fram. Ástæða þess var sögð hvað veðið væri tryggt en það var auðvitað sameign þjóðar sem þar var og er undir. Auðvitað er þjóðvegurinn sameign allrar þjóðarinnar þó hann sé ekki jafn augljós söluvara og syndandi fiskur í Atlantshafinu en veðhæfi þjóðvegarins ætti þó að vera ekki síðri en hverful fiskgengd umhverfis landið samanber makrílinn þetta árið. Patentaðferð hæstvirts samgönguráðherra að láta okkur vegfarendur borga 30% meira fyrir vegspottann og brýnnar en kostar að gera mannvirkin er svo gersamlega fráleit að það þarfnast gaumgæfilegrar rannsóknar. Hvernig dettur manninum í hug að bera það á borð fyrir sæmilega viti borið fólk að þetta sé hin eina rétta leið? Hvers vegna annaðhvort fjármagnar ríkissjóður ekki framkvæmdina beint eða tekur sjálfur lán fyrir henni í sínum eigin banka ef svo þröngt er í búi ríkissjóðs nú um stundir að það þurfi lántöku? Það sem mér finnst þó bíta höfuðið af skömminni er hin grimma auglýsingamennska samgönguráðherra á öflugasta samfélagsmiðli veraldar Facebook, miðli sem rukkar fyrir slíkar auglýsingar en greiðir hvergi í veröldinni krónu í skatt. Þetta eru allt auglýsingar sem ég og þú lesandi góður erum látnir borga fyrir með sjálftöku auglýsanda á fjármunum úr ríkissjóði. Er von að spurt sé, „hvar eru múturnar“? Við Sósíalistar mótmælum harðlega þessari subbulegu aðferðarfræði við framkvæmdir á vegum ríkisins almennt. Við viljum kostnaðaráætlun sem farið er eftir af hálfu annars vegar verktaka á vegum vegagerðarinnar og vegagerðarinnar sjálfrar. Höfundur býr vestan Fljóta og skipar 6. sæti á lista Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar