Stöðugleiki fyrir heimilin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2021 07:01 Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun