Þú þarft víst barnabætur! Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. september 2021 10:01 Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Börn og uppeldi Vinnumarkaður Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun