Börn og uppeldi

Fréttamynd

Fjórða hvert ung­menni talar sjaldnar en einu sinni í viku við for­eldra sína

„Lífsánægja íslenskra ungmenna minnkaði um 6 prósent frá 2018 til 2022 sem eru þau ár sem skýrslan skoðar. Mælingin endurspeglar marga þætti eins og félagsleg tengsl, stuðning frá foreldrum, einelti og upplifun ungmenna á skólum. Niðurstöður gefa því góða vísbendingu um almenna líðan 15 ára ungmenna,“ segir Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Oscar hafi veitt tak­mörkuð svör

Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för.

Innlent
Fréttamynd

Viljum við deyja út?

Við okkur mannfólkinu blasa ýmis vandamál, það veit hvert mannsbarn. Loftslagsbreytingar og aukinn stríðsrekstur þjóða. Fátækt, hungur og ofbeldi. Allt eru þetta gríðarleg vandamál sem við sem samfélag erum og eigum að vera að gera allt í okkar valdi til að leysa og minnka skaða af.

Skoðun
Fréttamynd

„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“

Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. 

Innlent
Fréttamynd

Æfingin skapar meistarann!

Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að sam­fé­lagið komi sér saman um símasiði

Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndbandið Horfumst í augu með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Út af sporinu en ekki týnd að ei­lífu

Þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki?

Skoðun
Fréttamynd

Vita upp á hár hvernig lýð­ræði virkar eftir krakkakosningar

Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum.

Innlent
Fréttamynd

Gurra og Georg hafa eignast litla systur

Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Drengir á jaðrinum

Sit hér við tölvuna og reyni að einbeita mér, á einum heitasta og sólríkasta degi ársins. Langar svolítið að fara og „fela mig í blómabreiðu þar til heimurinn lagast”, en hann breytist víst ekki ef við leggjumst í dvala, eins og Lóaboratorium benti mér réttilega í morgun.

Skoðun
Fréttamynd

Biggi ekki lengur lögga

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar.

Lífið
Fréttamynd

Dæmi um að tvær fjöl­skyldur deili einni au pair

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það.

Innlent
Fréttamynd

Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu

Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Börn innan seilingar

Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að „gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Hún er al­besti vinur minn“

Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur.

Innlent
Fréttamynd

5.maí Al­þjóða­dagur ljós­mæðra

Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og á von á sínu fyrsta barni í haust.

Lífið