Börn og uppeldi

Fréttamynd

„Kannski ætti hæst­virt þing­kona að­eins að fara að vanda til verka“

Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“

Ingibjörg Einarsdóttir segist enn í spennufalli eftir að hún fékk loks að tala við son sinn í gær um mánuði eftir að hún fylgdi honum í meðferð í Suður-Afríku. Sonur hennar hafði verið á stöðugri ferð í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi í um sjö mánuði, með engum árangri, áður en hún ákvað að fara með hann út á meðferðarheimilið Healing Wings. Þrír íslenskir drengir eru þar í meðferð eins og er. 

Innlent
Fréttamynd

„Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét hlaðvarpsstjórnandann Þórarin Hjartarson heyra það fyrir að sitja þegjandi undir úreldu tali um að konur væru að eyða bestu árum sínum í skyndikynni og að afneita sínu kveneðli. Viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum væru eins og aftur úr fornöld og hvatti hún þær til að víkka sjóndeildarhringinn.

Lífið
Fréttamynd

For­eldrar í Garða­bæ hvumsa yfir æfingagjöldum

Foreldrar í Garðabæ eru hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Gjöldin hjá félaginu hafi hækkað um þrjátíu prósent milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Þegar barn verður fyrir kyn­ferði­sof­beldi

Það er mikið áfall fyrir foreldra að fá fréttir um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og engin orð lýsa þeirri vanmáttarkennd sem fylgir. Í starfi mínu sem kynfræðingur hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkur er megináherslan á forvarnir – en kynfræðsla er eitt öflugasta vopnið gegn kynferðisofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Lafufu“ geti verið hættu­leg

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal.

Neytendur
Fréttamynd

Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar

Hanna Guðrún Halldórsdóttir segir engan hafa vitað hvað hrjáði hana sem barn. Hún fékk loks greiningu á unglingsaldri en ekki rétta meðferð fyrr en fyrir tíu árum. Þá hafði hún lent á vegg og ekki farið út úr húsi án fylgdar. Hún segist ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum áráttu- og þráhyggjuröskun.

Innlent
Fréttamynd

Má bjóða þér ein­elti?

Ég geri ráð fyrir því að allir myndu svara þeirri spurningu neitandi, án umhugsunar. Að sjálfsögðu. Það vill engin mannvera vera lögð í einelti og engin ætti að þurfa að verða fyrir því.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjól­bein­ótt vegna beinkramar

Barnalæknir hefur á síðasta áratug greint tíu börn á aldrinum 18-27 mánaða með beinkröm, sjúkdóm sem Ísland hafði á sínum tíma náð að útrýma. Hún segir íslensk börn almennt fá allt of lítið af D-vítamíni. Fáar sólarstundir hér á landi bæti síðan gráu ofan á svart.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru mjög æst í stærð­fræði!“

Stóra stærðfræðikeppnin hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn framtaksins þorðu að vona. Krakkar um allt land hafa svarað tugi þúsunda stærðfræðidæma. Fréttastofa kíkti í heimsókn í Ísaksskóla þar sem það var svo sannarlega leikur að læra. 

Innlent
Fréttamynd

Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn ó­vænt í fangið

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur unnið að viðtalsþáttunum Blóðböndum undanfarið ár og segir verkefnið það erfiðasta á sínum ferli. Þættirnir fjalla um fólk sem uppgötvar á fullorðinsaldri að það hefur verið rangfeðrað. Þættirnir sýni hve mikil neyð kvenna var oft á árum áður.

Lífið
Fréttamynd

Óður til frá­bæra fólksins

Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Öll börn eiga að geta tekið þátt

Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir.

Skoðun
Fréttamynd

Lík­legast að Reykja­víkur­leiðin taki breytingum eftir um­sagnir

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

RÚV brýtur á börnum

Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar lang­veikra barna ein­angruð og endi jafn­vel sem ör­yrkjar

Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin.

Innlent
Fréttamynd

Hjóluðu 1300 kíló­metra með­fram Dón­á með börnum sínum

Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi.

Innlent
Fréttamynd

Láta forræðis­hyggju hinna full­orðnu ekki fipa sig

Í dag fór fram hrekkjavaka og var henni fagnað víða þar sem börn klæða sig í búninga og ganga í hús í leit að sælgæti. Veðurspá setti áætlanir úr skorðum en veðrið truflaði ekki krakkana á hrekkjavökuballi í Fossvogi í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“

Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró.

Innlent
Fréttamynd

Fresta hrekkja­vöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla

Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Við erum búin að missa tökin

Á sama tíma og við kveðjum börnin okkar út í daginn á morgnana og segjum þeim að passa sig í umferðinni þá réttum við þeim tæki þar sem allir heimsins verstu hrottar geta komist í samband við þau með einföldum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Opnun Brákarborgar frestað enn á ný

Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi tefjast enn og nú hefur opnun hans verið seinkað um fimm mánuði. Til stóð að leikskólinn myndi hefja starfsemi í ágúst, svo var því seinkað fram til loka októbermánaðar og að lokum fram í mars á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Tækni og ung­menni: Hvar liggur á­byrgðin og hvað getum við gert?

Á síðustu tveimur áratugum hafa samskiptastílar barna og ungmenna tekið breytingum. Með tilkomu iPhone árið 2007 og útbreiðslu samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat og TikTok hefur hinn stafræni heimur orðið stærri hluti af okkar daglega lífi og ekki síst ungmenna.

Skoðun
Fréttamynd

764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu?

Undanfarið hafa bara verið slæmar fréttir um hin ýmsu mál á netinu. Nú seinast þessa ofbeldishópa á netinu. Nú munu koma alls konar sérfræðingar til að segja það sem hefur verið sagt oft áður. „Tala bara við börnin“. Ok, um hvað? Viti þið venjulega fólkið sem hrærist ekki í þessum tölvuleikjaheimi hverju þið eruð raunverulega að leita að? Viti þið hverju þið eruð að reyna að verjast? Hverjar hætturnar eru yfirhöfuð?

Skoðun