Börn og uppeldi

Fréttamynd

Dóttir Ernu Mistar og Þor­leifs Arnar fædd

Dóttir Ernu Mistar Yamagata listakonu og Þorleifs Arnar Arnarssonar er nú fædd. Parið greinir frá því á Instagram í dag. „Bjóðum þessa fögru dömu velkomna í heiminn,“ segir Þorleifur við færsluna.

Lífið
Fréttamynd

Sagði engum frá nema fjöl­skyldunni

Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist.

Lífið
Fréttamynd

Sorg barna - Sektar­kennd og sam­visku­bit

Sektarkennd og samviskubit eru mjög algengar tilfinningar í sorg bæði hjá fullorðnum og börnum. Þetta eru krefjandi tilfinningar sem oft getur verið erfitt að ræða því að þeim fylgir jafnvel skömm.

Skoðun
Fréttamynd

Í leik­skóla er gaman – þegar það má mæta

Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði.

Skoðun
Fréttamynd

Deilan í al­gjörum hnút

Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara.

Innlent
Fréttamynd

Nýr leik­skóli rís í Elliða­ár­dal

Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann.

Innlent
Fréttamynd

Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp

Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs.

Erlent
Fréttamynd

Táningspiltur mögu­lega með reyk­eitrun eftir flugeldafikt

Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þegar brugðist við mörgum á­bendingum um­boðs­manns um Stuðla

Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir þegar hafa verið brugðist við mörgum ábendingum í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun Stuðla. Hann segir ljóst að margar þeirra athugasemda sem koma fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistunin séu afleiðing þeirra aðstæðna sem starfseminni hefur verið búin og breytinga sem ráðist hefur verið í til að mæta viðameira hlutverki deildarinnar. Þetta segir Úlfur í skriflegu svari til fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Töldu að ævi­löng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“

Uppi voru kenningar hér áður fyrr um að ævilöng vesælmennska biði þeirra barna sem ólust upp á „mölinni,“ eins og það var kallað, sem jafnvel legðist í ættir. Krakkaskarinn sem tók yfir götur Reykjavíkur á síðustu öld setti sterkan svip á borgina. Sagnfræðingur sem hefur ritað sögu reykvískra barna, sem spannar hundrað ár, segir börn dagsins í dag lifa mikla umbreytingartíma.

Innlent
Fréttamynd

Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kárs­nesi

Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

And­látið á Stuðlum hafði mikil á­hrif

Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Þorpið

Þú kannast kannski við það orðatiltæki að það taki þorp til að ala upp barn. En þú hefur eflaust líka heyrt að margar mæður, hér á landi, telja sig ekki hafa þetta þorp á bakvið sig. Ég er ein af þessum mæðrum. Það getur verið erfitt að fá hjálp því allir sem gætu hjálpað þér eru í vinnunni og ef þeir eru ekki í vinnunni þá eru þeir líka með sín eigin áhugamál, áhyggjur og þreytu.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rima­skóla

Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar.

Innlent
Fréttamynd

„Hvert heldurðu að á­lagið sé orðið á börnin sjálf?“

Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu.

Lífið
Fréttamynd

Allra besta jóla­gjöfin

Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö börn liggja inni en ekkert á gjör­gæslu

Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu.

Innlent