Er byggingareglugerð bara upp á punt? Ingveldur Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 14:30 Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Stjórnsýsla Húsnæðismál Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun