Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:31 „Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
„Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun