Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar 3. nóvember 2025 20:00 Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Er þetta í þínu boði kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar