Bandaríkin Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Utanríkismálanefnd Danmerkur fundar nú um samskipti sín við Bandaríkin. Stað- og tímasetning fundarins er talin heldur óvenjuleg samkvæmt umfjöllun danskra fjölmiðla. Erlent 6.1.2026 19:20 „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. Erlent 6.1.2026 17:01 Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Lífið 6.1.2026 15:29 Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Nathan Chasing Horse, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Smiles A Lot í kvikmyndinni Dansar við úlfa, frá 1990, var fjarlægður úr dómsal í Nevada í gær. Þar á að rétta yfir honum fyrir ýmis kynferðisbrot gegn bæði konum og stúlkum í gegnum árin en hann var með læti í dómsal og krafðist þess að fá að reka eigin lögmann, viku áður en réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast. Erlent 6.1.2026 15:17 Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29 Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því í gær að enn væri verið að fara yfir milljónir skjala af Epstein-skjölunum svokölluðu. Rúmar tvær vikur eru síðan ráðuneytið átti að birta öll gögnin en búið er að birta innan við eitt prósent af öllum skjölunum. Erlent 6.1.2026 14:10 Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra. Erlent 6.1.2026 13:30 Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. Erlent 6.1.2026 12:19 Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist ætla að snúa aftur til landsins eins fljótt og henni er auðið. Hún segist einnig vilja afhenda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í fyrra. Trump hefur sagt að hún njóti ekki nægilegrar virðingar til að stýra Venesúela eftir að hann lét nema Nicolás Maduro, forseta, á brott á dögunum. Erlent 6.1.2026 11:21 Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02 Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. Erlent 6.1.2026 10:02 Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Nýtt ár byrjar með látum á alþjóðasviðinu. Látum sem vekja ugg og valda meiriháttar áhyggjum. Skoðun 6.1.2026 08:31 Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. Erlent 6.1.2026 07:43 „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. Erlent 6.1.2026 06:43 Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Örar breytingar í alþjóðamálum undanfarið hafa breytt öryggisumhverfi Íslands í öllum grundvallaratriðum. Handtaka Bandaríkjanna á Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um síðustu helgi, og vaxandi áhugi Washington á Grænlandi eru einungis nýjustu dæmin um að hinir sterku fara sínu fram; að þjóðir eiga ekki vini – bara hagsmuni. Skoðun 6.1.2026 06:01 Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur fækkað ráðlögðum bólusetningum barna úr sautján í tíu. Erlent 5.1.2026 23:05 „Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00 „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57 Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38 Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01 „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. Erlent 5.1.2026 19:09 Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. Erlent 5.1.2026 16:56 Upphaf langra málaferla Nicolás Maduro, forseti Venesúela, og Cilia Flores, eiginkona hans, hafa verið flutt í dómshúsi í New York þar sem þau verða færð fyrir dómara fyrsta sinn. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi en þau voru fjarlægð með hervaldi frá Venesúela á dögunum. Erlent 5.1.2026 16:00 Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Innlent 5.1.2026 16:00 „Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10 Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Árás Bandaríkjastjórnar á Venesúela um helgina var fyrsta hernaðaraðgerð hennar í Rómönsku Ameríku á þessari öld. Bandaríkin eiga sér hins vegar aldalanga sögu íhlutana í heimshluta sem þarlendir ráðamenn hafa oft skilgreint sem „bakgarð“ þeirra. Erlent 5.1.2026 15:03 Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18 Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. Lífið 5.1.2026 13:48 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43 Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Innlent 5.1.2026 13:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Utanríkismálanefnd Danmerkur fundar nú um samskipti sín við Bandaríkin. Stað- og tímasetning fundarins er talin heldur óvenjuleg samkvæmt umfjöllun danskra fjölmiðla. Erlent 6.1.2026 19:20
„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. Erlent 6.1.2026 17:01
Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Lífið 6.1.2026 15:29
Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Nathan Chasing Horse, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Smiles A Lot í kvikmyndinni Dansar við úlfa, frá 1990, var fjarlægður úr dómsal í Nevada í gær. Þar á að rétta yfir honum fyrir ýmis kynferðisbrot gegn bæði konum og stúlkum í gegnum árin en hann var með læti í dómsal og krafðist þess að fá að reka eigin lögmann, viku áður en réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast. Erlent 6.1.2026 15:17
Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29
Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því í gær að enn væri verið að fara yfir milljónir skjala af Epstein-skjölunum svokölluðu. Rúmar tvær vikur eru síðan ráðuneytið átti að birta öll gögnin en búið er að birta innan við eitt prósent af öllum skjölunum. Erlent 6.1.2026 14:10
Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra. Erlent 6.1.2026 13:30
Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. Erlent 6.1.2026 12:19
Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist ætla að snúa aftur til landsins eins fljótt og henni er auðið. Hún segist einnig vilja afhenda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í fyrra. Trump hefur sagt að hún njóti ekki nægilegrar virðingar til að stýra Venesúela eftir að hann lét nema Nicolás Maduro, forseta, á brott á dögunum. Erlent 6.1.2026 11:21
Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02
Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. Erlent 6.1.2026 10:02
Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Nýtt ár byrjar með látum á alþjóðasviðinu. Látum sem vekja ugg og valda meiriháttar áhyggjum. Skoðun 6.1.2026 08:31
Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. Erlent 6.1.2026 07:43
„Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. Erlent 6.1.2026 06:43
Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Örar breytingar í alþjóðamálum undanfarið hafa breytt öryggisumhverfi Íslands í öllum grundvallaratriðum. Handtaka Bandaríkjanna á Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um síðustu helgi, og vaxandi áhugi Washington á Grænlandi eru einungis nýjustu dæmin um að hinir sterku fara sínu fram; að þjóðir eiga ekki vini – bara hagsmuni. Skoðun 6.1.2026 06:01
Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur fækkað ráðlögðum bólusetningum barna úr sautján í tíu. Erlent 5.1.2026 23:05
„Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00
„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57
Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38
Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01
„Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. Erlent 5.1.2026 19:09
Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. Erlent 5.1.2026 16:56
Upphaf langra málaferla Nicolás Maduro, forseti Venesúela, og Cilia Flores, eiginkona hans, hafa verið flutt í dómshúsi í New York þar sem þau verða færð fyrir dómara fyrsta sinn. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi en þau voru fjarlægð með hervaldi frá Venesúela á dögunum. Erlent 5.1.2026 16:00
Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Innlent 5.1.2026 16:00
„Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10
Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Árás Bandaríkjastjórnar á Venesúela um helgina var fyrsta hernaðaraðgerð hennar í Rómönsku Ameríku á þessari öld. Bandaríkin eiga sér hins vegar aldalanga sögu íhlutana í heimshluta sem þarlendir ráðamenn hafa oft skilgreint sem „bakgarð“ þeirra. Erlent 5.1.2026 15:03
Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. Lífið 5.1.2026 13:48
Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43
Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Innlent 5.1.2026 13:18