Bandaríkin

Fréttamynd

„Bið­röðin er löng“

Ekkert lát virðist vera á tollahótunum frá Bandaríkjaforseta og síðast í gær lét hann það í veðri vaka að beita þau ríki sem leggja ekki lag sitt við tilraunir hans til að leggja undir sig Grænland tollum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist þó bjartsýnn á að hagsmunagæsla samtakanna og stjórnvalda nái árangri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn deilt um Epstein-skjölin: Dóms­mála­ráðu­neytið segir dómara ekki mega skipa ó­háðan eftir­lits­aðila

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafnar því að alríkisdómari geti skipað hlutlausan eftirlitsaðila til að halda hafa eftirlit með birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Þingmenn sem þvinguðu ríkisstjórn Donalds Trump til að samþykkja að birta gögnin segja ráðuneytið vera að brjóta lög með hægagangi sínum og hafa farið fram á að eftirlitsaðili verði skipaður.

Erlent
Fréttamynd

Dan­mörk „pínu­lítið land“ með „pínu­lítinn her“

Einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Dani ekki geta varið Grænland. Danmörk sé pínulítið ríki, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her. Hann segir ósanngjarnt að Bandaríkjamenn eigi að verja fúlgum fjár í að byggja upp varnir á Grænlandi og eyríkið eigi áfram að tilheyra Danmörku en ekki Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki það sem við sam­þykktum“

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur.

Erlent
Fréttamynd

Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann

Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við Nóbels-verðlaunapening Maríu Corinu Machado, stjórnarandstöðuleiðtoga Venesúela, sem hún afhenti forsetanum í Hvíta húsinu í gær og hyggst eiga hann.

Erlent
Fréttamynd

Hafi af­hent Trump Friðar­verð­laun Nóbels

María Corina Machado, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa afhent Donald Trump Bandaríkjaforseta friðarverðlaun Nóbels. Þetta hafi hún gert „til að viðurkenna einstaka skuldbindingu hans við frelsi okkar.“

Erlent
Fréttamynd

Kallar full­trúa sendi­ráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“

Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast enn að fá að senda sér­sveitar­menn til Mexíkó

Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Kynþáttahyggja for­seta Banda­ríkjanna og Græn­land

Hótanir Trump forseta Bandaríkjanna um að leggja undir sig Grænland, næsta nágranna Íslands, með góðu eða illu hafa vakið ugg í brjósti margra. Í DV í dag, 15. janúar, segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrv. forseti Íslands, sem þekkir fleiri bandaríska ráðamenn en flestir íslenskir stjórnmálamenn, að hann útiloki ekki að Bandaríkin muni taka Grænland með valdi en segir jafnframt að: „Afleiðingarnar yrðu af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð á okkar lífskeiði.“

Skoðun
Fréttamynd

Sendiherraefnið biðst af­sökunar

Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Veiki geim­farinn kominn aftur til jarðar

Geimferja með hluta af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar lenti í Kyrrahafi utan við strendur Kaliforníu í nótt. Heimferð áhafnarinnar var flýtt vegna veikinda eins geimfaranna fjögurra.

Erlent
Fréttamynd

Tóku enn eitt skipið

Bandarískir landgönguliðar og sjóliðar í Strandgæslu Bandaríkjanna gerðu í morgun áhlaup um borð í olíuflutningaskip. Þetta er í sjötta skipti sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn taki yfir stjórn olíuflutningaskips sem bendlað hefur verið við Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar að siga hernum á mót­mælendur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ef ráðamenn í Minnesota, sem hann kallar spillta, fylgi ekki lögum og stöðvi mótmæli gegn útsendurum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE), muni hann taka yfir stjórn þjóðvarðliðs ríkisins eða mögulega senda þangað hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Grín sendi­herrans ógni Ís­landi

Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum.

Innlent
Fréttamynd

Kennir Selenskí enn og aftur um

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, standi í vegi friðar í Úkraínu en ekki Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Trump heldur því fram að Pútín vilji binda enda á innrás sína í Úkraínu, sem hefur staðið yfir í tæp fjögur ár, en Selenskí vilji það ekki.

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn sem Trump sagði heimska lúffuðu

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Witkoff segir annan á­fanga friðaráætlunarinnar hafinn

Steve Witkoff, ráðgjafi og erindreki Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir annan áfanga friðaráætlunar Trump fyrir Gasa hafinn. Þetta þýddi að áherslan færðist nú frá því að koma á vopnahléi og á afvopnun Hamas, yfirtöku teknókrata á svæðinu og endurreisn.

Erlent
Fréttamynd

Verðandi sendi­herra grínaðist með að Ís­land yrði 52. ríkið

Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að tala Trump til og óttast af­leiðingar á­rása

Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkja­stjórn kemur barnaníðs­efni Musk til varnar

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni.

Erlent