Bandaríkin

Fréttamynd

Ætlar í stór­felldan niður­skurð hjá hernum

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi

„Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“

Erlent
Fréttamynd

Trump titlar sig konung

Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“

Erlent
Fréttamynd

Um­mæli Trumps lofi ekki góðu

Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kallar Selenskí ein­ræðis­herra og varpar fram lygum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Biður Trump-liða um að virða sann­leikann

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað.

Erlent
Fréttamynd

Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfir­mann

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE.

Erlent
Fréttamynd

Ofurstinn flytur til Texas

Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn

A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum.

Erlent
Fréttamynd

Full­yrðir að að­eins Trump hefði getað komið á friðar­við­ræðum

Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó

Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi skuggalegs költs hand­tekinn

Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin.

Erlent
Fréttamynd

Bann trans kvenna vegna for­dóma fremur en öryggis

Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun.

Sport
Fréttamynd

At­hygli Banda­ríkjanna beinist sí­fellt meira að Kína

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf.

Innlent
Fréttamynd

Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja.

Erlent
Fréttamynd

Vilja Banda­ríkin bæta sam­skipti sín við Rúss­land og um leið styrkja stöðu sína gagn­vart Kína?

Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Reiðu­búinn til að senda her­menn til Úkraínu

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Morð varpar ljósi á skugga­legan sér­trúar­söfnuð

Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks

Hægri sinnaði rithöfundurinn og áhrifavaldurinn Ashley St. Clair, staðfesti á dögunum að hún hefði eignast barn með Elon Musk, auðugasta manni heims. Þetta er þrettánda barn auðjöfursins en St. Clair segist hafa eignast það fyrir um fimm mánuðum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjald­gæfa málma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Evrópskir ráða­menn funda vegna Trumps

Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. 

Erlent