Bandaríkin

Fréttamynd

Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina

Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu.

Menning
Fréttamynd

Segir spjallmenni Meta herja kyn­ferðis­lega á börn

Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni.

Lífið
Fréttamynd

Demó­krötum kennt um og upp­sögnum hótað

Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð

Fréttir af skilnaði Hollywood-stjörnunnar Nicole Kidman og kántrísöngvarans Keith Urban skóku heiminn í fyrradag og eru fjölmiðlar farnir að rýna í kaupmála hjónanna. Sérstök kókaínklásúla hefur vakið athygli og gæti tryggt Urban rúmlega 1,3 milljarða króna.

Lífið
Fréttamynd

Chunk er loksins „feitasti“ björninn

Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð.

Erlent
Fréttamynd

Lykillinn að krafta­verki að Birgir var frá Ís­landi

Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum.

Erlent
Fréttamynd

Til­lögum Trumps lýst sem upp­gjöf

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar.

Erlent
Fréttamynd

Herra Skepna sló Haf­þór utan undir

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnssson og knattspyrnumaðurinn Eyþór Wöhler heimsóttu Mr. Beast, stærstu Youtube-stjörnu heims, í íþróttahús hans í Norður-Karólínu. Þeir spiluðu saman körfubolta og Mr. Beast sló Hafþór utan undir.

Lífið
Fréttamynd

Krist­rún meðal hundrað rísandi stjarna Time

Kristrún Frostadóttir er á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu rísandi stjörnur heims í dag. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, fer fögrum orðum um Kristrúnu og segir hana alvarlegan, opinn og uppbyggjandi leiðtoga með hagfræðiheila.

Lífið
Fréttamynd

Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkis Bandaríkjanna í nótt. Repúblikanar og Demókratar, sem deila um fjárútlát til heilbrigðismála, keppast við að kenna hvor öðrum um en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem deilur um fjárlög leiða til að stöðvunar.

Erlent
Fréttamynd

Ná ekki að leika árangur Wagner eftir

Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa.

Erlent
Fréttamynd

Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi

Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar sam­þykkja friðar­á­ætlun Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“

Erlent
Fréttamynd

Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum

Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann var kjörinn borgarstjóri sem Demókrati en bauð sig fram til endurkjörs sem óháður, eftir að hafa sætt ákærum fyrir spillingu.

Erlent
Fréttamynd

Selena Gomez giftist Benny Blanco

Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Æðsti leið­togi mor­móna látinn

Russel M. Nelson, forseti og æðsti leiðtogi Kirkju Jesús Krists hinna síðari daga heilögu, betur þekktrar sem mormónakirkjan, lést í nótt 101 árs að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Vill fá Trump til að gefa Taí­van upp á bátinn

Xi Jinping, forseti Kína, er sagður reyna að nota ákafa Donalds Trump, kollega síns í Bandaríkjunum, til að gera viðskiptasamning ríkjanna á milli til að ná fram sínu helsta baráttumáli. Xi vonast til þess að fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn og standa gegn sjálfstæði eyríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins

Elon Musk, einn auðugasti maður heims, segist hafa hafnað boði um að fara á einkaeyju barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auðjöfurinn hefur lýst yfir fordæmingu á þeim sem bendla hann við Epstein eftir að ný skjöl úr dánarbúi Epsteins voru opinberuð.

Erlent
Fréttamynd

Sigar hernum á „hryðju­verka­menn“ í Portland

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“.

Erlent
Fréttamynd

Ráku starfs­menn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd

Yfirmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa rekið um tuttugu starfsmenn sem voru á sínum tíma myndaðir við að fara niður á hné eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum árið 2020. Umfangsmikil mótmæli fóru fram víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar morðsins og beindust þau gegn störfum lögreglunnar og mismunun í garð þeldökkra þar í landi.

Erlent