Innlent

Sam­fylkingin velur sér borgar­stjóra­efni

Agnar Már Másson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Heiða Björg og Pétur slást um oddvitasætið.
Heiða Björg og Pétur slást um oddvitasætið. Vísir/Ívar Fannar

Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík verða kynntar í kvöld. Valið fyrir borgarstjóraefni flokksins er á milli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur og Péturs Marteinssonar.

Sextán gefa kost á sér og mikil eftirvænting ríkir fyrir úrslitum í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 

Úrslit verða tilkynnt um sjöleytið í kvöld en hægt verður að greiða atkvæði til klukkan sex síðdegis. Nú þegar hafa mun fleiri greitt atkvæði í flokksvali Samfylkingar en gerðu í heild í flokksvalinu fyrir fjórum árum, samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn flokksins í Reykjavík. Klukkan 17 hafi rétt tæpur þriðjungur flokksmanna á kjörskrá verið búinn að greiða atkvæði, eða á fimmta þúsund manns.

Vísir verður í beinni útsendingu síðar í kvöld en einnig má fylgjast með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Ef vaktinn birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×