Bíó og sjónvarp

Þau eru til­nefnd fyrir verstu kvik­mynda­gerð síðasta árs

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Meðal kvikmynda sem eru tilnefndar til Razzie-verðlauna eru Hurry Up Tomorrow, War of the Worlds, The Electric State og Mjallhvít.
Meðal kvikmynda sem eru tilnefndar til Razzie-verðlauna eru Hurry Up Tomorrow, War of the Worlds, The Electric State og Mjallhvít.

Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro.

Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna, sem heita réttu nafni The Golden Raspberry Awards og verðlauna það versta í kvikmyndagerð á liðnu ári voru kynntar í dag, akkúrat degi áður en tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar.

Leikna endurgerðin Mjallhvít í leikstjórn Marc Webb með Rachel Zegler í aðalhlutverki og War of the Worlds í leikstjórn Rich Lee með Ice Cube í aðalhlutverki. Þær eru báðar tilnefndar sem versta mynd, versta endurgerð og fyrir versta handrit og fyrir ýmislegt annað.

Aðrar myndir sem eru ofarlega á blaði hvað tilnefningar varðar eru sálfræðitryllirinn Hurry Up Tomorrow með Abel „The Weeknd“ Tesfaye í aðalhlutverki þar sem hann leikur skáldaða útgáfu af sjálfum sér og Netflix-dystópían The Electric State með Millie Bobby Brown og Chris Pratt í aðalhlutverkum.

Meðal leikara sem eru tilnefndir eru Dave Bautista fyrir In The Lost Lands, Ice Cube fyrir War Of The Worlds, Jared Leto fyrir Tron: Ares, Abel Tesfaye fyrir Hurry Up Tomorrow, Natalie Portman fyrir Fountain of Youth, Michelle Yeoh fyrir Star Trek: Section 31 og Robert De Niro fyrir The Alto Knights.

Razzie-verðlaunin árið 2026 verða veitt laugardaginn 14. mars, degi fyrir Óskarsverðlaunin. Allar tilnefningarnar má sjá hér að neðan:


Versta kvikmynd 

  • The Electric State
  • Hurry Up Tomorrow
  • Disney’s Snow White
  • Star Trek: Section 31
  • War Of The Worlds

Versti leikari

  • Dave Bautista - In The Lost Lands
  • Ice Cube - War Of The Worlds
  • Scott Eastwood - Alarum
  • Jared Leto - Tron: Ares
  • Abel “The Weeknd” Tesfaye - Hurry Up Tomorrow

Versta leikkona

  • Ariana DeBose -  Love Hurts
  • Milla Jovovich - In The Lost Lands
  • Natalie Portman - Fountain of Youth
  • Rebel Wilson - Bride Hard
  • Michelle Yeoh - Star Trek: Section 31

Versta endurgerð, framhald eða peningaplokk

  • I Know What You Did Last Summer
  • Five Nights At Freddy’s 2
  • Smurfs
  • Snow White
  • War Of The Worlds

Versta leikkona í aukahlutverki

  • Anna Chlumsky - Bride Hard

  • Ema Horvath - The Strangers: Chapter 2
  • Scarlet Rose Stallone - Gunslingers
  • Kacey Rohl - Star Trek: Section 31
  • Isis Valverde - Alarum

Versti leikari í aukahlutverki

  • Allir sjö gervidvergarnir - Mjallhvít
  • Nicolas Cage - Gunslingers
  • Stephen Dorff - Bride Hard
  • Greg Kinnear - Off The Grid
  • Sylvester Stallone - Alarum

Versta skjásamsetning (e. screen combo)

  • Dvergarnir sjö - Mjallhvít
  • James Corden & Rihanna - Strumparnir
  • Ice Cube og Zoom-myndavélin hans - War Of The Worlds
  • Robert DeNiro & Robert DeNiro (sem Frank & Vito) - The Alto Knights
  • The Weeknd og hans risavaxna egó - Hurry Up Tomorrow

Versti leikstjóri

  • Rich Lee - War of The Worlds
  • Olatunde Osunsanmi - Star Trek: Section 31
  • The Russo Brothers - The Electric State
  • Trey Edward Shults - Hurry Up Tomorrow
  • Marc Webb - Mjallhvít

Versta handrit

  • The Electric State - handrit eftir Christopher Markus og Stephen McFeely byggt á samnefndri teiknimyndasögu eftir Simon Stalenhag.
  • Hurry Up Tomorrow - handrit eftir Trey Edward Shults, Abel Tesfaye, Reza Fahim
  • Mjallhvít - handrit Erin Cressida Wilson og fjölmarga aðra, byggt á ævintýrinu eftir Grimms-bræður
  • Star Trek: Section 31 - handrit eftir Craig Sweeny byggt á sögu eftir Bo Yeon Kim og Erika Lippoldt
  • War Of The Worlds - handrit eftir Kenny Golde og Marc Hyman, byggt á vísindaskáldsögu H.G. Wells.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.