4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:01 Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun