Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun