Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2025 06:30 Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun