Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 11:02 Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar