Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 11:02 Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar