Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 4. nóvember 2025 09:00 Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Vændi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun