Stjórnsýsla

Fréttamynd

„Það er sam­keppni um starfs­fólk“

Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. 

Innlent
Fréttamynd

Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við

Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa.

Innlent
Fréttamynd

„Eftir höfðinu dansa limirnir“

Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 

Innlent
Fréttamynd

Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub

Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs Polkowski. Bandalagið mun greiða málskostnaðartrygginguna fyrir Jakub, sem hljóðar upp rúma milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón

Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Standa saman gegn „ó­skiljan­legri“ ósk Vega­gerðarinnar

Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja bjóða út eftir­lit en meiri­hlutanum líst ekkert á það

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum.

Innlent
Fréttamynd

Skatt­greið­endur látnir borga brúsann

Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita.

Skoðun
Fréttamynd

Kalli Snæ biðst af­sökunar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­staðir eru ekki kjarn­orku­ver

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um.

Skoðun
Fréttamynd

Bréfið rímar ekki við full­yrðingar Kalla Snæ

Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Ósk um að heita Óskir hafnað

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að taka kvenmannsnafnið Óskir á mannanafnaskrá. Aftur á móti má nú heita Lýðgerður Míkah.

Innlent
Fréttamynd

Ein­földun stjórn­sýslu sem snerist upp í and­hverfu sína

Leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins hafa komið til tals í fjölmiðlum undanfarna daga vegna óeðlilegra tafa fyrir veitingarekstur í Reykjavík. Umræðan hefur hvað helst beinst að flækjustigi í regluverkinu og þeim heilbrigðisfulltrúum sem starfa í framlínu íslenska kerfisins sem tryggja á almenningi heilnæm lífsskilyrði.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur leit að nýjum sak­sóknara

Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður.

Innlent
Fréttamynd

Helgi hafnar flutningi og lætur af em­bætti

Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Engar fram­farir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs

Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­menn óttist að styggja em­bættis­menn

Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt.

Viðskipti innlent