Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar 3. nóvember 2025 13:33 Ef þú horfðir á RÚV í gærkvöld, þá var allt í lagi á Akureyri. Foreldrar sáttir, börnin upplýst, kynfræðingurinn brosandi og kirkjan í góðu sambandi við samtímann. En ef þú hlustaðir á það sem EKKI var sagt, sástu annað: RÚV-frétt sem þvoði altarið. Þegar helgi verður skoðanakönnun Það sem RÚV gerði var ekki frétt — heldur skoðanakönnun á Guð. Þeir spurðu ekki: „Hvað er heilagt?“ heldur: „Hverjum finnst þetta í lagi?“ Þeir settu Golgata krossinn í Gallup og mældu trú í prósentum. Þeir tóku spurningu um sannleikann og breyttu henni í könnun um tilfinningar. Þeir þvoðu altarið með könnun, ekki yfirbót til endurheimtingar á trausti. Þegar RÚV mælir helgi í prósentum, þá erum við komin í nýja trú: markaðstrúna. Þetta var ekki trú — þetta var PR-stunt með ríkisábyrgð. Málið sem átti að vera guðfræðilegt — spurning um helgi, játningu og ábyrgð kirkjunnar — var gert að félagsfræðilegu umræðuefni um viðhorf foreldra. RÚV flutti dóm um altarið, en lét foreldra fella hann. Og þannig var dómurinn um helgi fluttur úr höndum Guðs í hendur Gallups. Þegar trú er mæld í skoðanakönnun, þá er hún ekki lengur trú — hún er PR-verkefni fyrir næstu fjárbeiðni. Hvers vegna var þetta gert? Tímalínan talar sínu máli. 18.–22. október: Faðir tekur dóttur sína út úr fræðslunni eftir að hún heyrði að María Magdalena hefði „alltaf verið í sleik við Jesú.“ Þingmaður deilir færslunni. Almenningur hneykslast. 22.–27. október: Kynfræðingurinn byrjar að mýkja frásögnina — fyrst með „sjálfsheilunar“hugvekju og svo með yfirklóri: „ég er bara að fræða.“ 27. október: Prestur birtir varnargrein: „allt er til umræðu í kirkju Jesú.“ 30./31. október: Frétt að Kirkjuþing krefst hækkunar sóknargjalda og talar um „andlegan og menningarlegan þátt þjóðarinnar.“ 2. nóvember: RÚV-fréttin birtist — einhliða hvítþvottur. Engin mótrök, enginn faðir spurður, enginn þingmaður. Þrátt fyrir að mynd af þeim og færslum þeirra birtist í fréttinni. Bara bros, fræðsla og félagslegt samþykki. Þetta var ekki frétt. Þetta var svona eftirá-PR stunt, hannað til að kæla málið og hreinsa ímyndina. RÚV tók að sér ímyndarmeðferðina fyrir þjóðkirkjuna — til að tryggja að fjárkröfunni væri tekið af mýkt. Verja vörumerkið. Það er engin tilviljun að skilaboðin voru: „allt í lagi á Akureyri“ – rétt eftir að kirkjan krafðist aukins fjárstuðnings.Þetta var ekki frétt um kynfræðslu. Þetta var reikningsfærð syndajátning, send út til þjóðarinnar með ríkismerki í horni skjásins. Þjóðkirkjan er ekki í fjárhagsvanda — hún er í trúarlegri gjaldþrotameðferð. En RÚV fékk það til að hljóma eins og siðbót. Lagaramminn – það sem enginn á RÚV þorði að nefna Þetta er ekki bara siðferðilegt mál. Þetta er lagalegt. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 108/1999 skal trúfélag „starfa í samræmi við kenningar sínar.“ Ef trúfélag kennir eitt en framkvæmir annað, stenst það ekki lögin. Þá er það annaðhvort: lífsskoðunarfélag (ef það kennir heimspeki), eðastjórnsýslueining (ef það þjónar pólitískum tilgangi).En það er ekki lengur trúfélag samkvæmt lögum. Þá er áframhaldandi fjárstuðningur ríkisins stjórnarskrárbrot. Í 1. gr. laga nr. 77/2021 segir: „Þjóðkirkjan á Íslandi er evangeliskt-lúterskt trúfélag.“ Það þýðir lagalega skyldu til að kenna evangelíska trú samkvæmt Ritningunni og játningum, viðhalda helgi altarisins og framkvæma þjónustu sína í anda Ágsborgarjátningarinnar. En Ritningin er sjálf skýr um hvað gerist þegar þjónarnir snúa baki við helgi sinni: „Prestar landsins brutu lög mín og vanhelguðu helgigjafir mínar. Þeir gerðu engan mun á helgu og vanhelgu, né fræddu þeir um mun á hreinu og óhreinu, og lokuðu augum sínum fyrir hvíldardögum mínum. Þannig vanhelgaðist ég á meðal þeirra.“ (Esekíel 22:26) Evangelísk-lútersk trú byggir á játningum sem segja: Jesús er sannur Guð og sannur maður (Níkeu). Kirkjan lifir af réttu orði og sakramenti (Ágsborgarjátningin). Helgi altarisins er ófrávíkjanleg (Postulega játningin). Þegar kirkjan samþykkir opinberlega fræðslu villurits sem lýsir Jesú sem gröðum gæja í sleik við Maríu Magdalenu, þá brýtur hún gegn þessum játningum. Þá brýtur hún ekki aðeins trúarlega skyldu, heldur lagalega skráningu sína sem trúfélag. 62. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal hún sem slík njóta stuðnings ríkisvaldsins.“ Orðin „sem slík“ skipta öllu máli. Þau þýða að hún fær stuðning aðeins svo lengi sem hún er evangelísk-lútersk í kenningu og starfi. Ef hún breytir því, er áframhaldandi fjárstuðningur stjórnarskrárbrot. Rökvillan – sérfræðivaldið sem hvítþvær Það sem tengir allt saman er ein og sama rökvillan: sérfræðivaldið. „Treystu mér, ég er kynfræðingur.“ „Trúðu mér, ég er prestur.“ „Hlusta á okkur, við erum RÚV.“ Þetta er klassíska rökvillan appeal to authority – þegar menntun eða titill er notaður sem skálkaskjól fyrir rök. Í stað þess að svara spurningunni um sannleikann, er svarið: „Ég veit betur.“ Það er ekki sannfæring; það er stjórnun. Þetta er sami andi og Páll varaði við: „Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.“ (2Tím 4:4) Þannig talar kerfið við þjóðina – ekki með trúverðugleika, heldur með yfirburðatón. Og þegar enginn þorir að spyrja, verður sérfræðingurinn nýji presturinn í musteri samtímans. Rödd föðurins – og þögn kerfisins Ég spurði föðurinn, Ingþór, sem tók dóttur sína út úr fermingarfræðslunni, hvort hann hefði séð fréttina á RÚV. Svarið hans var hreint eins og rödd samviskunnar sjálfrar: „Já, ég sá þetta. Mér fannst þetta frekar vandræðalegt af RÚV hálfu. Búið að snúa þessu enn eina ferðina upp í kynfræðsluáróður. Enginn prestur hefur viljað mæta í viðtal, kynfræðingurinn fékk frítt promo og þrjár manneskjur gáfu generic svör út á götu.Ég veit eiginlega ekki um hvað þetta átti að snúast. Það er alla vega passað sig að minnast aldrei á guðlastið sem þetta snýst um.“ Þarna talar maður sem veit muninn á réttlæti og spuna. Þarna heyrir maður föður sem stendur í stað þess sem kirkjan sjálf ætti að standa fyrir. Og á meðan hann talar, þegir kerfið – bæði kirkjan og fjölmiðillinn sem á að gæta sannleikans. RÚV – lokahöndin á hvítþvottinn Svo kom RÚV. Ríkisfjölmiðill sem samkvæmt 2. gr. laga nr. 23/2013 á að miðla hlutlægu efni og virða trúararf þjóðarinnar. Af hverju fékk ekkert foreldri sem gagnrýndi að tala? Af hverju voru faðirinn, Ingþór, eða þingmaðurinn Sigmundur Davíð, ekki spurðir út í málið? Af hverju var altarið ekki nefnt? Af hverju fékk kynfræðingurinn síðasta orðið? RÚV þagði – og með því tók fjölmiðillinn þátt í hvítþvottinum. Kirkjan þegir yfir guðlasti, RÚV þegir yfir þögn kirkjunnar. Þannig talar kerfið við sjálft sig – með opinberu fé. Þetta er hámenntuð útgáfa af Pontíusi Pílatusi: Þvo hendur sínar og halda svo áfram í næstu dagskrá. „Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur þó það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans.“ (Hallgrímur Pétursson, Passíusálmur 27, v.5) Kirkjan brýtur trúarlög, RÚV brýtur fjölmiðlalög. Og þjóðin borgar reikninginn — tvisvar: í sóknargjöldum og afnotagjöldum. Móse, Páll og gullkálfurinn Þetta er ekki nýtt mynstur sem í raun liggur eins djúpt í Ritningunni og sjálf guðfræðin um helgi og saurgun. Þegar þjóðir eða kirkjur hverfa frá Guði, þá er það nánast alltaf kynferðislega lituð trúarafneitun og fráfall. Það var guðfræðileg afneitun skaparans. Því í stað þess að Guð væri yfir sköpuninni, var sköpunin sjálf orðin guð. Og það er nákvæmlega það sem nútíma panentheismi kennir. Þegar Ísraelsmenn dönsuðu um gullkálfinn, var trúin orðin leikur: „Síðan settist fólkið niður til að eta og drekka, og því næst stóðu þeir upp til að leika sér.“ (2Mós 32:6) Orðið leika sér (letsachek) merkir að daðra, hlæja eða stunda kynferðislegan leik. Þetta var því ekki saklaus dans, heldur orgía undir merki trúar. „Er Móse sá, að fólkið var orðið taumlaust, því að Aron hafði sleppt við það taumnum, svo að þeir voru hafðir að spotti af mótstöðumönnum sínum.“ (2Mós 32:25) Þetta var trú án taumhalds — holdlegur leikur undir helgri yfirskrift. Og þegar Páll kom til Efesus, reis upp nýr gullkálfur: „Góðir menn, þér vitið, að velmegun vor hvílir á þessari atvinnu.“ (Post 19:25) Og fólkið hrópaði í tvær stundir: „Mikil er Artemis Efesusmanna!“ (v.28) Sama tóntegund, nýir söngvarar. Þá hrópuðu þeir í musteri Artemis — nú hrópa menn í fjölmiðli ríkisins. Trúin er orðin iðnaður, helgi orðin vörumerki. Að lokum – ljósið og myrkrið „Ó, vei þeim, sem með órétt lög umgangast og þau tíðka mjóg. Sannleikanum meta sitt gagn meir, svívirðing drottni gjöra þeir.“ (Hallgrímur Pétursson, Passíusálmur 27, v.7) Þetta snýst ekki um kynfræðslu. Þetta snýst um altarið. Um það að helgidómur var gerður að leiksviði – og þegar bletturinn var orðinn sýnilegur, þá var hann þveginn með ríkissápunni. „En það hef ég á móti þér, að þú hefur afrækt þinn fyrri kærleika.“ (Op 2:4) Og eins og Jóhannes skrifar: „Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur,því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð.“ (Jóh 3:18–21) Það er kjarninn. Þetta er ekki dómur frá manni, heldur spegilmynd ljóssins sjálfs. Þjóð sem elskar myrkrið fremur en ljósið hvítþvær ekki bletti sína – hún eykur þá. Að hæðast að Jesú lægir hann ekki – það minnkar okkur. Og þegar altarið er orðið leiksvið, þá er ekkert eftir nema leikarar – og þjóð sem þarf að muna muninn á helgu og óhelgu. Maranatha – Drottinn kemur Höfundur er guðfræðingur. Heimildir Biblían (útg. 2007): 2Mós 32; Post 19; Esek 22:26; 2Tím 4:4; Op 2:4; Jóh 3:18–21 Lög nr. 77/2021 um þjóðkirkjuna. Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Lög nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið. Hallgrímur Pétursson, Passíusálmar (útg. Landsbókasafns, 1996). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ef þú horfðir á RÚV í gærkvöld, þá var allt í lagi á Akureyri. Foreldrar sáttir, börnin upplýst, kynfræðingurinn brosandi og kirkjan í góðu sambandi við samtímann. En ef þú hlustaðir á það sem EKKI var sagt, sástu annað: RÚV-frétt sem þvoði altarið. Þegar helgi verður skoðanakönnun Það sem RÚV gerði var ekki frétt — heldur skoðanakönnun á Guð. Þeir spurðu ekki: „Hvað er heilagt?“ heldur: „Hverjum finnst þetta í lagi?“ Þeir settu Golgata krossinn í Gallup og mældu trú í prósentum. Þeir tóku spurningu um sannleikann og breyttu henni í könnun um tilfinningar. Þeir þvoðu altarið með könnun, ekki yfirbót til endurheimtingar á trausti. Þegar RÚV mælir helgi í prósentum, þá erum við komin í nýja trú: markaðstrúna. Þetta var ekki trú — þetta var PR-stunt með ríkisábyrgð. Málið sem átti að vera guðfræðilegt — spurning um helgi, játningu og ábyrgð kirkjunnar — var gert að félagsfræðilegu umræðuefni um viðhorf foreldra. RÚV flutti dóm um altarið, en lét foreldra fella hann. Og þannig var dómurinn um helgi fluttur úr höndum Guðs í hendur Gallups. Þegar trú er mæld í skoðanakönnun, þá er hún ekki lengur trú — hún er PR-verkefni fyrir næstu fjárbeiðni. Hvers vegna var þetta gert? Tímalínan talar sínu máli. 18.–22. október: Faðir tekur dóttur sína út úr fræðslunni eftir að hún heyrði að María Magdalena hefði „alltaf verið í sleik við Jesú.“ Þingmaður deilir færslunni. Almenningur hneykslast. 22.–27. október: Kynfræðingurinn byrjar að mýkja frásögnina — fyrst með „sjálfsheilunar“hugvekju og svo með yfirklóri: „ég er bara að fræða.“ 27. október: Prestur birtir varnargrein: „allt er til umræðu í kirkju Jesú.“ 30./31. október: Frétt að Kirkjuþing krefst hækkunar sóknargjalda og talar um „andlegan og menningarlegan þátt þjóðarinnar.“ 2. nóvember: RÚV-fréttin birtist — einhliða hvítþvottur. Engin mótrök, enginn faðir spurður, enginn þingmaður. Þrátt fyrir að mynd af þeim og færslum þeirra birtist í fréttinni. Bara bros, fræðsla og félagslegt samþykki. Þetta var ekki frétt. Þetta var svona eftirá-PR stunt, hannað til að kæla málið og hreinsa ímyndina. RÚV tók að sér ímyndarmeðferðina fyrir þjóðkirkjuna — til að tryggja að fjárkröfunni væri tekið af mýkt. Verja vörumerkið. Það er engin tilviljun að skilaboðin voru: „allt í lagi á Akureyri“ – rétt eftir að kirkjan krafðist aukins fjárstuðnings.Þetta var ekki frétt um kynfræðslu. Þetta var reikningsfærð syndajátning, send út til þjóðarinnar með ríkismerki í horni skjásins. Þjóðkirkjan er ekki í fjárhagsvanda — hún er í trúarlegri gjaldþrotameðferð. En RÚV fékk það til að hljóma eins og siðbót. Lagaramminn – það sem enginn á RÚV þorði að nefna Þetta er ekki bara siðferðilegt mál. Þetta er lagalegt. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 108/1999 skal trúfélag „starfa í samræmi við kenningar sínar.“ Ef trúfélag kennir eitt en framkvæmir annað, stenst það ekki lögin. Þá er það annaðhvort: lífsskoðunarfélag (ef það kennir heimspeki), eðastjórnsýslueining (ef það þjónar pólitískum tilgangi).En það er ekki lengur trúfélag samkvæmt lögum. Þá er áframhaldandi fjárstuðningur ríkisins stjórnarskrárbrot. Í 1. gr. laga nr. 77/2021 segir: „Þjóðkirkjan á Íslandi er evangeliskt-lúterskt trúfélag.“ Það þýðir lagalega skyldu til að kenna evangelíska trú samkvæmt Ritningunni og játningum, viðhalda helgi altarisins og framkvæma þjónustu sína í anda Ágsborgarjátningarinnar. En Ritningin er sjálf skýr um hvað gerist þegar þjónarnir snúa baki við helgi sinni: „Prestar landsins brutu lög mín og vanhelguðu helgigjafir mínar. Þeir gerðu engan mun á helgu og vanhelgu, né fræddu þeir um mun á hreinu og óhreinu, og lokuðu augum sínum fyrir hvíldardögum mínum. Þannig vanhelgaðist ég á meðal þeirra.“ (Esekíel 22:26) Evangelísk-lútersk trú byggir á játningum sem segja: Jesús er sannur Guð og sannur maður (Níkeu). Kirkjan lifir af réttu orði og sakramenti (Ágsborgarjátningin). Helgi altarisins er ófrávíkjanleg (Postulega játningin). Þegar kirkjan samþykkir opinberlega fræðslu villurits sem lýsir Jesú sem gröðum gæja í sleik við Maríu Magdalenu, þá brýtur hún gegn þessum játningum. Þá brýtur hún ekki aðeins trúarlega skyldu, heldur lagalega skráningu sína sem trúfélag. 62. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal hún sem slík njóta stuðnings ríkisvaldsins.“ Orðin „sem slík“ skipta öllu máli. Þau þýða að hún fær stuðning aðeins svo lengi sem hún er evangelísk-lútersk í kenningu og starfi. Ef hún breytir því, er áframhaldandi fjárstuðningur stjórnarskrárbrot. Rökvillan – sérfræðivaldið sem hvítþvær Það sem tengir allt saman er ein og sama rökvillan: sérfræðivaldið. „Treystu mér, ég er kynfræðingur.“ „Trúðu mér, ég er prestur.“ „Hlusta á okkur, við erum RÚV.“ Þetta er klassíska rökvillan appeal to authority – þegar menntun eða titill er notaður sem skálkaskjól fyrir rök. Í stað þess að svara spurningunni um sannleikann, er svarið: „Ég veit betur.“ Það er ekki sannfæring; það er stjórnun. Þetta er sami andi og Páll varaði við: „Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.“ (2Tím 4:4) Þannig talar kerfið við þjóðina – ekki með trúverðugleika, heldur með yfirburðatón. Og þegar enginn þorir að spyrja, verður sérfræðingurinn nýji presturinn í musteri samtímans. Rödd föðurins – og þögn kerfisins Ég spurði föðurinn, Ingþór, sem tók dóttur sína út úr fermingarfræðslunni, hvort hann hefði séð fréttina á RÚV. Svarið hans var hreint eins og rödd samviskunnar sjálfrar: „Já, ég sá þetta. Mér fannst þetta frekar vandræðalegt af RÚV hálfu. Búið að snúa þessu enn eina ferðina upp í kynfræðsluáróður. Enginn prestur hefur viljað mæta í viðtal, kynfræðingurinn fékk frítt promo og þrjár manneskjur gáfu generic svör út á götu.Ég veit eiginlega ekki um hvað þetta átti að snúast. Það er alla vega passað sig að minnast aldrei á guðlastið sem þetta snýst um.“ Þarna talar maður sem veit muninn á réttlæti og spuna. Þarna heyrir maður föður sem stendur í stað þess sem kirkjan sjálf ætti að standa fyrir. Og á meðan hann talar, þegir kerfið – bæði kirkjan og fjölmiðillinn sem á að gæta sannleikans. RÚV – lokahöndin á hvítþvottinn Svo kom RÚV. Ríkisfjölmiðill sem samkvæmt 2. gr. laga nr. 23/2013 á að miðla hlutlægu efni og virða trúararf þjóðarinnar. Af hverju fékk ekkert foreldri sem gagnrýndi að tala? Af hverju voru faðirinn, Ingþór, eða þingmaðurinn Sigmundur Davíð, ekki spurðir út í málið? Af hverju var altarið ekki nefnt? Af hverju fékk kynfræðingurinn síðasta orðið? RÚV þagði – og með því tók fjölmiðillinn þátt í hvítþvottinum. Kirkjan þegir yfir guðlasti, RÚV þegir yfir þögn kirkjunnar. Þannig talar kerfið við sjálft sig – með opinberu fé. Þetta er hámenntuð útgáfa af Pontíusi Pílatusi: Þvo hendur sínar og halda svo áfram í næstu dagskrá. „Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur þó það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans.“ (Hallgrímur Pétursson, Passíusálmur 27, v.5) Kirkjan brýtur trúarlög, RÚV brýtur fjölmiðlalög. Og þjóðin borgar reikninginn — tvisvar: í sóknargjöldum og afnotagjöldum. Móse, Páll og gullkálfurinn Þetta er ekki nýtt mynstur sem í raun liggur eins djúpt í Ritningunni og sjálf guðfræðin um helgi og saurgun. Þegar þjóðir eða kirkjur hverfa frá Guði, þá er það nánast alltaf kynferðislega lituð trúarafneitun og fráfall. Það var guðfræðileg afneitun skaparans. Því í stað þess að Guð væri yfir sköpuninni, var sköpunin sjálf orðin guð. Og það er nákvæmlega það sem nútíma panentheismi kennir. Þegar Ísraelsmenn dönsuðu um gullkálfinn, var trúin orðin leikur: „Síðan settist fólkið niður til að eta og drekka, og því næst stóðu þeir upp til að leika sér.“ (2Mós 32:6) Orðið leika sér (letsachek) merkir að daðra, hlæja eða stunda kynferðislegan leik. Þetta var því ekki saklaus dans, heldur orgía undir merki trúar. „Er Móse sá, að fólkið var orðið taumlaust, því að Aron hafði sleppt við það taumnum, svo að þeir voru hafðir að spotti af mótstöðumönnum sínum.“ (2Mós 32:25) Þetta var trú án taumhalds — holdlegur leikur undir helgri yfirskrift. Og þegar Páll kom til Efesus, reis upp nýr gullkálfur: „Góðir menn, þér vitið, að velmegun vor hvílir á þessari atvinnu.“ (Post 19:25) Og fólkið hrópaði í tvær stundir: „Mikil er Artemis Efesusmanna!“ (v.28) Sama tóntegund, nýir söngvarar. Þá hrópuðu þeir í musteri Artemis — nú hrópa menn í fjölmiðli ríkisins. Trúin er orðin iðnaður, helgi orðin vörumerki. Að lokum – ljósið og myrkrið „Ó, vei þeim, sem með órétt lög umgangast og þau tíðka mjóg. Sannleikanum meta sitt gagn meir, svívirðing drottni gjöra þeir.“ (Hallgrímur Pétursson, Passíusálmur 27, v.7) Þetta snýst ekki um kynfræðslu. Þetta snýst um altarið. Um það að helgidómur var gerður að leiksviði – og þegar bletturinn var orðinn sýnilegur, þá var hann þveginn með ríkissápunni. „En það hef ég á móti þér, að þú hefur afrækt þinn fyrri kærleika.“ (Op 2:4) Og eins og Jóhannes skrifar: „Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur,því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð.“ (Jóh 3:18–21) Það er kjarninn. Þetta er ekki dómur frá manni, heldur spegilmynd ljóssins sjálfs. Þjóð sem elskar myrkrið fremur en ljósið hvítþvær ekki bletti sína – hún eykur þá. Að hæðast að Jesú lægir hann ekki – það minnkar okkur. Og þegar altarið er orðið leiksvið, þá er ekkert eftir nema leikarar – og þjóð sem þarf að muna muninn á helgu og óhelgu. Maranatha – Drottinn kemur Höfundur er guðfræðingur. Heimildir Biblían (útg. 2007): 2Mós 32; Post 19; Esek 22:26; 2Tím 4:4; Op 2:4; Jóh 3:18–21 Lög nr. 77/2021 um þjóðkirkjuna. Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Lög nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið. Hallgrímur Pétursson, Passíusálmar (útg. Landsbókasafns, 1996).
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun