Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar 3. nóvember 2025 13:00 Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun