Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2025 12:00 Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun