Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar 3. nóvember 2025 07:32 Eftir áratugalanga baráttu fyrir jafnrétti til að iðka íþróttir ætlar Valkyrju-ríkisstjórnin nú að fella niður þá niðurfellingu vörugjalda sem áður gilti fyrir íþróttabúnað, þar á meðal íþróttahjól. Í stað þess að viðurkenna mótorsport sem jafna og lögmæta íþróttagrein, er í raun verið að gera vont verra með því að hækka vörugjöld á íþróttatæki úr 30% í 40%, í stað þess að viðhalda 0% gjaldi sem áður var í gildi með niðurfellingunni. Á meðan margar aðrar íþróttagreinar fá ríkis- og sveitarstyrki, niðurgreiddan aðbúnað og beina fjárhagsaðstoð, hefur mótorsportið aldrei fengið snefil af slíkri meðferð. Nú á að bæta enn ofan á þá mismunun með því að skattleggja íþróttina meira en áður. þrótt sem hefur hingað til lifað á sjálfboðastarfi, ástríðu og persónulegum fjárframlögum keppenda og aðstandenda. Það vekur furðu og eiginlega vonbrigði að Íþrótta og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) skuli ekki láta í sér heyra. Þau tala gjarnan fyrir jafnrétti í íþróttum, en þegar kemur að greinum sem brjóta hefðbundin mót, virðist þögnin vera helsta viðbragðið. Niðurfelling sem hafði lítil áhrif, en mikla þýðingu! Samkvæmt upplýsingum sem fengnar voru frá Tollstjóra, gilti niðurfelling vörugjalda fram til ársins 2023 einungis um sérsmíðaðan íþróttabúnað sem ekki var fjöldaframleiddur — þar á meðal íþróttahjól sem eingöngu voru ætluð fyrir keppni eða æfingar. Tollstjóri staðfesti jafnframt að gerðarskráð (homologeruð) motocross og önnu keppnishjól teldust ekki sérsmíði og féllu því ekki undir undanþáguna. Í tölum frá embættinu kemur fram að á árunum 2021 til 2025 hafi samtals aðeins verið felld niður vörugjöld af 136 tækjum í vörulið 8711 (mótorhjól). Heildarfjárhæð niðurfelldra gjalda nam einungis um 41 milljón króna á fimm árum, sem er jafnvel minna en kostnaður ríkisins af einni minni íþróttaaðstöðu eða keppnisferð erlendis í öðrum greinum sem njóta styrkja. Ár Niðurfellt vörugjald (ISK) 2021 551.170 2022 1.330.629 2023 15.871.709 2024 12.447.106 2025 11.106.924 Þetta sýnir svart á hvítu að þessi niðurfelling hafði engan teljandi kostnað fyrir ríkissjóð, en hún skipti verulegu máli fyrir þá örfáu iðkendur sem stunda mótorsport á Íslandi af ástríðu og ábyrgð. Að fella hana niður og hækka gjöldin úr 30% í 40% er því ekki aðeins ósanngjarnt, heldur beinlínis skaðlegt fyrir framtíð greinarinnar. Mótorsport er ekki lúxus. Það er menntun í aga og ábyrgð Það má ekki gleyma því að mótorsport er ekki aðeins keppni, það er menntun í ábyrgð, tækni, aga og einbeitingu. Margir ungir iðkendur læra þar dýrmæt atriði sem nýtast síðar í öryggi á vegum, í verkfræði, vélvirkjun eða einfaldlega í lífinu sjálfu. Á meðan ríkið fjárfestir í völlum, körfum og æfingasvæðum fyrir nánast allar aðrar greinar, þá borga þeir sem stunda mótorsport allt sjálfir: æfingasvæði, aðstöðu, öryggisbúnað og nú, hærri vörugjöld ofan á allt annað. Sanngirni, ekki forréttindi Það er kominn tími til að spyrja: Er virkilega sanngjarnt að ríkið hækki skatta á íþrótt sem fær enga opinbera aðstoð, á meðan aðrar greinar fá styrki, aðstöðu og niðurgreiðslur? Í stað þess að refsa áhugafólki um mótorsport fyrir að stunda sína íþrótt með ábyrgð, ættu stjórnvöld að viðurkenna mótorsport sem fullgilda íþrótt, eins og gert er í öllum siðmenntuðum löndum. Tillögur að lausnum. Einföld og sanngjörn skref Endurskilgreina „íþróttabúnað“ í tollalögum. Íþróttahjól og annað sem eingöngu er notað til íþróttaiðkunar ætti að teljast íþróttabúnaður óháð fjöldaframleiðslu eða gerðarskráningu og því vera undanþegið vörugjöldum, líkt og skíði, golf eða hjólabúnaður. Stofna sérstakan stuðningssjóð fyrir mótorsport. Lítið framlag úr íþróttasjóði gæti stutt við uppbyggingu æfingasvæða, öryggisbúnaðar og unglingastarfs. Slíkt myndi kosta ríkið lítið, en skila miklu samfélagslega virði. Samvinna við ÍSÍ. ÍSÍ þarf að viðurkenna mótorsport sem jafna íþróttagrein og standa með iðkendum þegar skattabreytingar og mismunun bitna á íþróttinni. Jafnrétti á að ná til allra íþrótta Ef Ísland ætlar sér að kenna sig við jafnrétti í íþróttum, þá verður það að ná til allra greina, ekki bara þeirra sem passa í hefðbundna kassann. Það er kominn tími til að láta jafnræðið ná til allra sem iðka íþróttir af ástríðu, aga og ábyrgð. Líka þeirra sem velja mótorsportið. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþóttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eftir áratugalanga baráttu fyrir jafnrétti til að iðka íþróttir ætlar Valkyrju-ríkisstjórnin nú að fella niður þá niðurfellingu vörugjalda sem áður gilti fyrir íþróttabúnað, þar á meðal íþróttahjól. Í stað þess að viðurkenna mótorsport sem jafna og lögmæta íþróttagrein, er í raun verið að gera vont verra með því að hækka vörugjöld á íþróttatæki úr 30% í 40%, í stað þess að viðhalda 0% gjaldi sem áður var í gildi með niðurfellingunni. Á meðan margar aðrar íþróttagreinar fá ríkis- og sveitarstyrki, niðurgreiddan aðbúnað og beina fjárhagsaðstoð, hefur mótorsportið aldrei fengið snefil af slíkri meðferð. Nú á að bæta enn ofan á þá mismunun með því að skattleggja íþróttina meira en áður. þrótt sem hefur hingað til lifað á sjálfboðastarfi, ástríðu og persónulegum fjárframlögum keppenda og aðstandenda. Það vekur furðu og eiginlega vonbrigði að Íþrótta og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) skuli ekki láta í sér heyra. Þau tala gjarnan fyrir jafnrétti í íþróttum, en þegar kemur að greinum sem brjóta hefðbundin mót, virðist þögnin vera helsta viðbragðið. Niðurfelling sem hafði lítil áhrif, en mikla þýðingu! Samkvæmt upplýsingum sem fengnar voru frá Tollstjóra, gilti niðurfelling vörugjalda fram til ársins 2023 einungis um sérsmíðaðan íþróttabúnað sem ekki var fjöldaframleiddur — þar á meðal íþróttahjól sem eingöngu voru ætluð fyrir keppni eða æfingar. Tollstjóri staðfesti jafnframt að gerðarskráð (homologeruð) motocross og önnu keppnishjól teldust ekki sérsmíði og féllu því ekki undir undanþáguna. Í tölum frá embættinu kemur fram að á árunum 2021 til 2025 hafi samtals aðeins verið felld niður vörugjöld af 136 tækjum í vörulið 8711 (mótorhjól). Heildarfjárhæð niðurfelldra gjalda nam einungis um 41 milljón króna á fimm árum, sem er jafnvel minna en kostnaður ríkisins af einni minni íþróttaaðstöðu eða keppnisferð erlendis í öðrum greinum sem njóta styrkja. Ár Niðurfellt vörugjald (ISK) 2021 551.170 2022 1.330.629 2023 15.871.709 2024 12.447.106 2025 11.106.924 Þetta sýnir svart á hvítu að þessi niðurfelling hafði engan teljandi kostnað fyrir ríkissjóð, en hún skipti verulegu máli fyrir þá örfáu iðkendur sem stunda mótorsport á Íslandi af ástríðu og ábyrgð. Að fella hana niður og hækka gjöldin úr 30% í 40% er því ekki aðeins ósanngjarnt, heldur beinlínis skaðlegt fyrir framtíð greinarinnar. Mótorsport er ekki lúxus. Það er menntun í aga og ábyrgð Það má ekki gleyma því að mótorsport er ekki aðeins keppni, það er menntun í ábyrgð, tækni, aga og einbeitingu. Margir ungir iðkendur læra þar dýrmæt atriði sem nýtast síðar í öryggi á vegum, í verkfræði, vélvirkjun eða einfaldlega í lífinu sjálfu. Á meðan ríkið fjárfestir í völlum, körfum og æfingasvæðum fyrir nánast allar aðrar greinar, þá borga þeir sem stunda mótorsport allt sjálfir: æfingasvæði, aðstöðu, öryggisbúnað og nú, hærri vörugjöld ofan á allt annað. Sanngirni, ekki forréttindi Það er kominn tími til að spyrja: Er virkilega sanngjarnt að ríkið hækki skatta á íþrótt sem fær enga opinbera aðstoð, á meðan aðrar greinar fá styrki, aðstöðu og niðurgreiðslur? Í stað þess að refsa áhugafólki um mótorsport fyrir að stunda sína íþrótt með ábyrgð, ættu stjórnvöld að viðurkenna mótorsport sem fullgilda íþrótt, eins og gert er í öllum siðmenntuðum löndum. Tillögur að lausnum. Einföld og sanngjörn skref Endurskilgreina „íþróttabúnað“ í tollalögum. Íþróttahjól og annað sem eingöngu er notað til íþróttaiðkunar ætti að teljast íþróttabúnaður óháð fjöldaframleiðslu eða gerðarskráningu og því vera undanþegið vörugjöldum, líkt og skíði, golf eða hjólabúnaður. Stofna sérstakan stuðningssjóð fyrir mótorsport. Lítið framlag úr íþróttasjóði gæti stutt við uppbyggingu æfingasvæða, öryggisbúnaðar og unglingastarfs. Slíkt myndi kosta ríkið lítið, en skila miklu samfélagslega virði. Samvinna við ÍSÍ. ÍSÍ þarf að viðurkenna mótorsport sem jafna íþróttagrein og standa með iðkendum þegar skattabreytingar og mismunun bitna á íþróttinni. Jafnrétti á að ná til allra íþrótta Ef Ísland ætlar sér að kenna sig við jafnrétti í íþróttum, þá verður það að ná til allra greina, ekki bara þeirra sem passa í hefðbundna kassann. Það er kominn tími til að láta jafnræðið ná til allra sem iðka íþróttir af ástríðu, aga og ábyrgð. Líka þeirra sem velja mótorsportið. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþóttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun