Bandaríkin

Fréttamynd

Þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst

Ólympíugullverðlaunahafinn Randolph Ross, sem var hluti af bandaríska liðinu í 4x400m hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó, hefur verið settur í þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst til lyfjaeftirlitsins.

Sport
Fréttamynd

Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest

Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sögu­legum á­fanga náð í kjarna­sam­runa: „Eitt mikil­vægasta af­rek 21. aldarinnar“

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa náð að framleiða umfram orku með kjarnasamruna á tilraunarstofu en um er að ræða stórt skref í áttina að því að geta framleitt nær óþrjótandi hreina orku. Þetta er í fyrsta sinn frá því að rannsóknir um kjarnasamruna hófust á sjötta áratug síðustu aldar sem kjarnasamruni hefur skilað meiri orku en það tók til að framleiða hana. 

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna

Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi.

Erlent
Fréttamynd

„Síðasta prinsessa Havaí“ er látin

Abigail Kinoiki Kekaulike Kawānanakoa, oft þekkt sem „síðasta prinsessa Havaí“, er látin, 96 ára að aldri. Ekki hefur verið gefið út hver dánarorsök hennar var. 

Erlent
Fréttamynd

Sakaður um að fé­fletta fjárfesta FTX

Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda

Samfélagsmiðillinn Twitter leysti skyndilega upp utanaðkomandi ráðgjafaráð um traust og öryggi notenda rétt áður en það átti að funda með stjórnendum miðilsins. Persónuárásir Elons Musk, eiganda Twitter, leiddu til þess að fyrrverandi stjórnandi flúði heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Stofnandi FTX hand­tekinn á Bahama­eyjum

Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur

Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi.

Erlent
Fréttamynd

Meintur Locker­bie-sprengju­maður fram­seldur til Banda­ríkjanna

Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka.

Erlent
Fréttamynd

Stríð um Tævan?

Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi.

Umræðan
Fréttamynd

Móðir Cher er látin

Georgia Holt, móðir söngkonunnar Cher, er látin, 96 ára að aldri. Mæðgurnar voru mjög nánar en árið 2014 gerði Cher heimildarmynd um móður sína. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskt jólasveinapöbbarölt að banda­rískri fyrir­mynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“

Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu. 

Jól
Fréttamynd

Sonur Tinu Turner er látinn

Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. 

Erlent
Fréttamynd

Bam Margera í öndunar­vél

Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt.

Lífið
Fréttamynd

Íslensk listakona á Art Basel í Miami

„Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti.

Menning
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust.

Erlent