Sakaði Biden um að reka lögregluríki í anda nasista Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2024 09:07 Trump líkti mótframbjóðanda sínum við nasista á lokuðum fundi með velgjörðarmönnum sínum á Flórída um helgina. AP/Morry Gash Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stýra „Gestapo-ríkisstjórn“ á lokuðum fundi með bakhjörlum sínum. Hann beindi einnig spjótum sínum að saksóknurum sem sækja sakamál gegn honum. Ummæli Trump á samkomunni í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída á laugardagskvöld náðust á upptöku sem var síðan lekið til bandarískra fjölmiðla, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þau féllu í kjölfarið af því að Trump kvartaði undan því að Biden stæði að baki saksóknum á hendur honum. Réttarhöld standa nú yfir í sakamáli á hendur Trump í New York þar sem hann er sakaður um skjalafals í tengslum við þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Það er fyrsta málið í bandarískri sögu þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur í sakamáli. Trump er einnig ákærður fyrir glæpi í tveimur alríkismálum sem tengjast meðferð hans á ríkisleyndarmálum og tilraunum hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Þá sætir hann ákæru í Georgíu fyrir tilraunir hans til þess að fá úrslitum kosninganna þar hnekkt. „Þetta fólk stýrir Gestapo-ríkisstjórn,“ sagði Trump við velgjörðarmenn sína og vísaði til leynilögreglu nasista sem stýrði handtökum á gyðingum fyrir helförina og braut allt pólitískt andóf í þriðja ríkinu á bak aftur. „Og það er það eina sem þau hafa og það er eina leiðin þar sem þau geta unnið að þeirra mati og það er í raun og veru að drepa þau, en það truflar mig ekki,“ sagði Trump ennfremur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var einnig á viðburðinum. Einn gestanna sagði AP-fréttastofunni að Johnson hefði sagði að Bandaríkin þyrftu „einræðisherra“ (e. strongman) í Hvíta húsinu. Trump lét nýlega hafa eftir sér að hann ætlaði sér „aðeins“ að vera einræðisherra á fyrsta degi sínum í embætti næði hann endurkjöri. Segja Trump snæða með nýnasistum og tala eins og fasisti Ekki stóð á viðbrögðum Hvíta húss Biden. Andrew Bates, talsmaður þess, benti á að Trump hefði ítrekað notað fasíska orðræðu, snætt með nýnasistum og básúnað samsæriskenningum sem hafi kostað lögregluþjóna lífið. „Biden forseti sameinar bandarísku þjóðina um sameiginleg lýðræðisleg gildi okkar og réttarríkið, sem er nálgun sem hefur skilað mesta samdrætti í ofbeldisbrotum í fimmtíu ár,“ sagði Bates. Dómari í sakamálinu í New York hefur ítrekað varað Trump við að ráðast á saksóknara, vitni og hann sjálfan í ræðu og riti. Eftir enn eitt brotið gegn þeirri tilskipun var Trump sektaður um ríflega milljón króna í síðustu viku. Trump hefur sjálfur notað sama orðfæri og nasistar gerðu á sínum tíma þegar hann kallaði pólitíska andstæðinga „meindýr“ og sakaði innflytjendur um að „eitra blóð landsins“ í fyrra. Þá lýsti hann hópi nýnasista, hvítra þjóðernissinna og annarra kynþáttahatara sem „ágætis fólki“ eftir blóðugar óeirðir í Charlottesville árið 2017. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ummæli Trump á samkomunni í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída á laugardagskvöld náðust á upptöku sem var síðan lekið til bandarískra fjölmiðla, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þau féllu í kjölfarið af því að Trump kvartaði undan því að Biden stæði að baki saksóknum á hendur honum. Réttarhöld standa nú yfir í sakamáli á hendur Trump í New York þar sem hann er sakaður um skjalafals í tengslum við þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Það er fyrsta málið í bandarískri sögu þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur í sakamáli. Trump er einnig ákærður fyrir glæpi í tveimur alríkismálum sem tengjast meðferð hans á ríkisleyndarmálum og tilraunum hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Þá sætir hann ákæru í Georgíu fyrir tilraunir hans til þess að fá úrslitum kosninganna þar hnekkt. „Þetta fólk stýrir Gestapo-ríkisstjórn,“ sagði Trump við velgjörðarmenn sína og vísaði til leynilögreglu nasista sem stýrði handtökum á gyðingum fyrir helförina og braut allt pólitískt andóf í þriðja ríkinu á bak aftur. „Og það er það eina sem þau hafa og það er eina leiðin þar sem þau geta unnið að þeirra mati og það er í raun og veru að drepa þau, en það truflar mig ekki,“ sagði Trump ennfremur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var einnig á viðburðinum. Einn gestanna sagði AP-fréttastofunni að Johnson hefði sagði að Bandaríkin þyrftu „einræðisherra“ (e. strongman) í Hvíta húsinu. Trump lét nýlega hafa eftir sér að hann ætlaði sér „aðeins“ að vera einræðisherra á fyrsta degi sínum í embætti næði hann endurkjöri. Segja Trump snæða með nýnasistum og tala eins og fasisti Ekki stóð á viðbrögðum Hvíta húss Biden. Andrew Bates, talsmaður þess, benti á að Trump hefði ítrekað notað fasíska orðræðu, snætt með nýnasistum og básúnað samsæriskenningum sem hafi kostað lögregluþjóna lífið. „Biden forseti sameinar bandarísku þjóðina um sameiginleg lýðræðisleg gildi okkar og réttarríkið, sem er nálgun sem hefur skilað mesta samdrætti í ofbeldisbrotum í fimmtíu ár,“ sagði Bates. Dómari í sakamálinu í New York hefur ítrekað varað Trump við að ráðast á saksóknara, vitni og hann sjálfan í ræðu og riti. Eftir enn eitt brotið gegn þeirri tilskipun var Trump sektaður um ríflega milljón króna í síðustu viku. Trump hefur sjálfur notað sama orðfæri og nasistar gerðu á sínum tíma þegar hann kallaði pólitíska andstæðinga „meindýr“ og sakaði innflytjendur um að „eitra blóð landsins“ í fyrra. Þá lýsti hann hópi nýnasista, hvítra þjóðernissinna og annarra kynþáttahatara sem „ágætis fólki“ eftir blóðugar óeirðir í Charlottesville árið 2017.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33