Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. Erlent 16.1.2025 06:47
Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. Erlent 14.1.2025 09:57
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Erlent 14.1.2025 00:04
Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag bann við útflutningi nokkurra tegunda svokallaðra „sjaldgæfra málma“ til Bandaríkjanna. Það er í kjölfar þess að ríkisstjórn Joes Biden tilkynnti aðgerðir til að sporna gegn aðgengi Kínverja af mikilvægri tækni frá Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 3. desember 2024 23:02
Fordæmalaus náðun Bidens Náðun Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, á syni hans Hunter Biden, þykir einstaklega umfangsmikil og virðist hafa fallið í grýttan jarðveg víðast hvar. Náðunin þykir fordæmalaus, bæði sökum tengsla feðganna og vegna umfangs hennar, og þar að auki eru Demókratar ósáttir við fordæmið sem Biden hefur sett. Erlent 2. desember 2024 23:00
Biden náðar son sinn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, Hunter Biden, sem hlaut dóma fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Biden hafði áður neitað því að hann myndi beita forsetavaldinu til að náða son sinn eða fella niður refsingu hans. Erlent 2. desember 2024 07:40
Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Þremur Bandaríkjamönnum sem hafa setið um árabil í kínverskum fangelsum hefur verið sleppt. Það var gert í skiptum fyrir ótilgreinda kínverska ríkisborgara í haldi Bandaríkjamanna. Erlent 27. nóvember 2024 15:44
Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því. Erlent 27. nóvember 2024 14:47
Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. Erlent 25. nóvember 2024 23:25
Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. Erlent 22. nóvember 2024 10:50
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Erlent 18. nóvember 2024 13:48
Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 15. nóvember 2024 10:57
Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Melania Trump, fyrrverandi og verðandi forsetafrú, ætlar ekki að fylgja Donald Trump eiginmanni sínum, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsið í dag. New York Times hefur eftir heimildarmanni með upplýsingar um ferðaplön forsetahjónanna verðandi. Erlent 13. nóvember 2024 16:10
Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. Erlent 13. nóvember 2024 11:52
Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Erlent 7. nóvember 2024 17:22
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. Erlent 6. nóvember 2024 19:11
Donald Trump forseti á nýjan leik Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. Erlent 6. nóvember 2024 07:17
Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. Erlent 30. október 2024 07:12
Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. Erlent 25. október 2024 15:06
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Erlent 10. október 2024 22:14
Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin. Erlent 9. október 2024 08:50
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. Erlent 9. október 2024 06:37
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Erlent 4. október 2024 12:24
Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. Erlent 3. október 2024 16:18