Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 09:46 Teiknuð mynd af Alexander Smirnov í dómsal. AP/William T. Robles Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega. Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira