Rússland

Fréttamynd

Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022.

Erlent
Fréttamynd

Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg.

Erlent
Fréttamynd

Pútín lætur sér fátt um finnast

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar virðast hafa litlar á­hyggjur af hótunum Trump

Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimm­tíu dögum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Rússum með „mjög þungum tollum“ ef ekki næst að semja um frið í Úkraínu innan 50 daga. Hyggst hann aðstoða Evrópuríki við að senda Úkraínumönnum fleiri vopn, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfin sem eru efst á óskalista Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta.

Erlent
Fréttamynd

Oscar einn af fimm­tíu sem fá ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur endur­reisnarinnar gæti fallið á Rússa

Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá.

Erlent
Fréttamynd

Er Trump að gefast upp á Pútín?

Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera farinn að reyna á þolinmæði Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðarnefndi sagði í gær að Pútín væri fullur af „kjaftæði“.

Erlent
Fréttamynd

Harma dauða ráð­herrans en tjá sig ekki um hann

Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sagðir nota efna­vopn í Úkraínu í auknum mæli

Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess.

Erlent
Fréttamynd

Flügger rann­sakað fyrir brot á við­skipta­þvingunum

Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ó­breyttir borgarar féllu í á­rásum Rússa á úkraínskar borgir

Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag.

Erlent