Innlent

Biden hyggst senda her­gögn að virði átta milljarða til Ísraels

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. EPA/RON SACHS

Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst senda Ísraelsríki ýmis hergögn sem eru samtals að virði um átta milljarða bandaríkjadala. Hann hefur tilkynnt þinginu um áform sín.

Fréttastofa BBC greinir frá. Vopnasendingin þarf fyrst að hljóta samþykki í nefndum þingsins og öldungadeildarinnar. Sendingin inniheldur meðal annars loftvarnarskeyti til að styðja varnir Ísrael enn frekar gegn drónum og öðrum loftárásum.

Aðeins rúmar tvær vikur eru þar til að Donald Trump, nýkjörin forseti Bandaríkjanna, verður settur í embætti við hátíðlega athöfn 20. janúar.

„Forsetinn hefur gert það kýrskýrt að Ísraelsríki hefur rétt til að verja ríkisborgara sína í samræmi við alþjóðalög og alþjóðleg mannúðarlög.“

Í ágúst samþykktu Bandarík sölu á orrustuþotum og öðrum herbúnaði að andvirði 20 milljarða dala til Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×