Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 16:28 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Arnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta skrifar Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag en hún ber titilinn: Innrás á Rafah stríðir gegn allri mannúð. Greinin fjallar að miklu leyti um árásir á Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Þar lögðu ísraelskir hermenn í nótt undir sig landamærastöðvar Gasa og Egyptalands og hafa ráðamenn í Ísrael hótað því að gera umfangsmikla árás á borgina. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum og hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina í nótt og í dag. „Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð,“ skrifar Guðmundur. Palestínsk kona sem særðist í loftárás á Rafah flutt á sjúkrahús.AP/Ismael Abu Dayyah Hann segir ísland hafa notað rödd sína til að tala fyrir friði og vísar til þess að Alþingi hafi þann 9. október samþykkt þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Þá styðji íslands tveggja ríkja lausn og hafi viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki frá 2011. „Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu.“ Guðmundur segir Bandaríkin hafa mest að segja um að koma á friði en erindrekar Bandaríkjanna hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn,“ skrifar Guðmundur. Fregnir hafa borist af því í dag að ríkisstjórn Joe Biden hafi haldið aftur af vopnasendingum til Ísrael, með því markmiði að senda ráðamönnum í Ísrael skilaboð en ráðamenn í Bandaríkjunum, og víða annarsstaðar, hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Ísraela í Rafah. BREAKING: The Biden administration is holding up shipments of two types of Boeing-made precision bombs to send a political message to Israel, according to a U.S. official and six other people with knowledge of the deliberations. Team effort w @LeeHudson_ @paulmcleary @reporterjoe…— Lara Seligman (@laraseligman) May 7, 2024 Friðarviðræðurnar „síðasta tækifærið“ Friðarviðræður eiga sér nú stað í Karíó í Egyptalandi en þær hafa reynst erfiðar. Leiðtogar Hamas-samtakanna samþykktu í gær tillögu að vopnahléi frá Egyptum en ráðamenn í Ísrael segja tillöguna langt frá því að vera í samræmi við kröfur Ísraela. Sjá einnig: Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að samþykkt Hamas á tillögunni í gær hafi verið ætlað að koma í veg fyrir áhlaup Ísraela inn í Rafah. Hann sagði því áhlaupi ætlað að frelsa þá gísla sem væru enn í haldi Hamas og gera út af við Hamas-samtökin. „Ísrael mun ekki leyfa Hamas að endurreisa stjórn þeirra á Gasaströndinni,“ sagði Netanjahú í ávarpi í dag. Hann sagði að samtökunum yrði ekki leyft að byggja upp mátt að nýju og ógna öryggi Ísrael. Viðræður um tillöguna hafa þó farið fram í dag og Netanjahú sagði að hann hefði skipað erindrekum sínum að standa keikir á kröfum skilyrðum Ísrael. Ísraelskir skrið- og bryndrekar við landamæri Gasa og Egyptalands í Rafah.AP/IDF Háttsettur meðlimur Hamas lýsti því yfir í dag að viðræðurnar í Kaíró væru síðasta tækifæri Ísraela til að frelsa gísla sína úr haldi. Í samtali við AFP fréttaveituna sagði viðkomandi leiðtogi að Netanjahú hefði með því að ráðast á Rafah tekið þá ákvörðun að láta gíslana deyja. Hamas-liðar og aðrir tóku 252 í gíslingu þann 7. október og 128 eru enn í haldi, eftir því sem best er vitað. Hamas birti í dag yfirlýsingu um að sjötug kona sem hefði verið tekin í gíslingu hefði særst í loftárás Ísraela fyrir um mánuði síðan. Í yfirlýsingunni segir að Judy Weinstein hafi látist af sárum sínum því hún hafi ekki getað fengið aðhlynningu vegna árása Ísraela á sjúkrahús á Gasaströndinni. Yfirvöld í Ísrael lýstu því þó yfir í desember að Weinestein hefði verið myrt þann 7. október og að lík hennar hefði verið tekið flutt á Gasaströndina. Eiginmaður hennar var einnig myrtur og lík hans flutt til Gasa. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Vinstri græn Bandaríkin Joe Biden Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. 6. maí 2024 06:45 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Þetta skrifar Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag en hún ber titilinn: Innrás á Rafah stríðir gegn allri mannúð. Greinin fjallar að miklu leyti um árásir á Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Þar lögðu ísraelskir hermenn í nótt undir sig landamærastöðvar Gasa og Egyptalands og hafa ráðamenn í Ísrael hótað því að gera umfangsmikla árás á borgina. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum og hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina í nótt og í dag. „Það er algjörlega óásættanlegt að Ísrael ráðist inn í Rafah. Þangað hefur yfir milljón manna flúið, en fólkið hefur í raun ekki til neins annars staðar að hverfa, enda Gaza-svæðið að stórum hluta til rústir einar. Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt skipanir Ísraelsmanna séu ómannúðlegar og fari gegn alþjóðalögum. Að beita hernaði sem bitnar beint á óbreyttum borgurum sem ekki geta flúið stríðir gegn allri mannúð,“ skrifar Guðmundur. Palestínsk kona sem særðist í loftárás á Rafah flutt á sjúkrahús.AP/Ismael Abu Dayyah Hann segir ísland hafa notað rödd sína til að tala fyrir friði og vísar til þess að Alþingi hafi þann 9. október samþykkt þingsályktun þar sem þess er krafist að komið verði á vopnahléi án tafar. Þá styðji íslands tveggja ríkja lausn og hafi viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki frá 2011. „Ísrael verður að láta af hernámi Vesturbakkans og hætta stríðsrekstrinum á Gaza. Aðeins þannig getur tveggja ríka lausnin raungerst, sem er forsenda friðar á svæðinu.“ Guðmundur segir Bandaríkin hafa mest að segja um að koma á friði en erindrekar Bandaríkjanna hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „Gera verður þá kröfu að Bandaríkin beiti Ísraelsstjórn stórauknum þrýstingi um að leggja niður vopn,“ skrifar Guðmundur. Fregnir hafa borist af því í dag að ríkisstjórn Joe Biden hafi haldið aftur af vopnasendingum til Ísrael, með því markmiði að senda ráðamönnum í Ísrael skilaboð en ráðamenn í Bandaríkjunum, og víða annarsstaðar, hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Ísraela í Rafah. BREAKING: The Biden administration is holding up shipments of two types of Boeing-made precision bombs to send a political message to Israel, according to a U.S. official and six other people with knowledge of the deliberations. Team effort w @LeeHudson_ @paulmcleary @reporterjoe…— Lara Seligman (@laraseligman) May 7, 2024 Friðarviðræðurnar „síðasta tækifærið“ Friðarviðræður eiga sér nú stað í Karíó í Egyptalandi en þær hafa reynst erfiðar. Leiðtogar Hamas-samtakanna samþykktu í gær tillögu að vopnahléi frá Egyptum en ráðamenn í Ísrael segja tillöguna langt frá því að vera í samræmi við kröfur Ísraela. Sjá einnig: Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að samþykkt Hamas á tillögunni í gær hafi verið ætlað að koma í veg fyrir áhlaup Ísraela inn í Rafah. Hann sagði því áhlaupi ætlað að frelsa þá gísla sem væru enn í haldi Hamas og gera út af við Hamas-samtökin. „Ísrael mun ekki leyfa Hamas að endurreisa stjórn þeirra á Gasaströndinni,“ sagði Netanjahú í ávarpi í dag. Hann sagði að samtökunum yrði ekki leyft að byggja upp mátt að nýju og ógna öryggi Ísrael. Viðræður um tillöguna hafa þó farið fram í dag og Netanjahú sagði að hann hefði skipað erindrekum sínum að standa keikir á kröfum skilyrðum Ísrael. Ísraelskir skrið- og bryndrekar við landamæri Gasa og Egyptalands í Rafah.AP/IDF Háttsettur meðlimur Hamas lýsti því yfir í dag að viðræðurnar í Kaíró væru síðasta tækifæri Ísraela til að frelsa gísla sína úr haldi. Í samtali við AFP fréttaveituna sagði viðkomandi leiðtogi að Netanjahú hefði með því að ráðast á Rafah tekið þá ákvörðun að láta gíslana deyja. Hamas-liðar og aðrir tóku 252 í gíslingu þann 7. október og 128 eru enn í haldi, eftir því sem best er vitað. Hamas birti í dag yfirlýsingu um að sjötug kona sem hefði verið tekin í gíslingu hefði særst í loftárás Ísraela fyrir um mánuði síðan. Í yfirlýsingunni segir að Judy Weinstein hafi látist af sárum sínum því hún hafi ekki getað fengið aðhlynningu vegna árása Ísraela á sjúkrahús á Gasaströndinni. Yfirvöld í Ísrael lýstu því þó yfir í desember að Weinestein hefði verið myrt þann 7. október og að lík hennar hefði verið tekið flutt á Gasaströndina. Eiginmaður hennar var einnig myrtur og lík hans flutt til Gasa.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Vinstri græn Bandaríkin Joe Biden Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. 6. maí 2024 06:45 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55
Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. 6. maí 2024 06:45
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14