„Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2026 19:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Grafík Nýju ári, líkt og mörgum öðrum tímamótum, fylgir oft löngun til að gera hlutina öðruvísi eða betur. Mörg bera með sér von um að þetta verði árið þar sem eitthvað loksins breytist. Kynlíf er þar engin undantekning. En hvað er raunhæft að gera þegar við viljum vinna með líkamlega nánd eða kynlíf? Þar dugar sjaldnast sama aðferð og við sjáum víða í janúar, þar sem fólk reynir að knýja fram breytingar með hörku og helst nýju líkamsræktarkorti. Samt heyri ég oft að fólki ætli að beita svipaðri nálgun þegar kemur að kynlífsvanda. Hlutirnir eiga bara að lagast, helst á núll einni. Þessum óraunhæfu markmiðum getur fylgt niðurrif og aukið á vonleysi. Nýleg spurning endurspeglar þessa líðan ágætlega en hún er frá 43 ára karlmanni: „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár. Við tölum ekki um kynlífið okkar og stundum það sjaldan. Ég sakna kynlífsins sem við stunduðum í byrjun, er þetta bara búið?” Áður en ég svara spurningunni er ég með spurningu fyrir lesendur. Hefur þú á einhverjum tímapunkti verið að takast á við kynlífsvanda? Kynlífsvandi er vandi sem hefur áhrif á unað eða getuna til að stunda kynlíf. Þessi vandi getur verið af ýmsum toga og breytilegur eftir aldri. Dæmi um kynlífsvanda eru: seinkað sáðlát, brátt sáðlát, risvandi, skortur á kynlöngun, fullnægingarvandi, sársauki í kynlífi, kvíði tengdur frammistöðu og ólíkar þarfir eða áhugi á kynlífi. En er sambandið búið þegar kynlífsvandi er til staðar? Stutta svarið er, alls ekki! Langa svarið er að það þarf auðvitað ýmislegt að gerast til að vinna úr þeirri stöðu sem komin er upp þegar vandi er til staðar og hann ekki ræddur. Flest pör tengja við það að kynlífið í upphafi sambands hafi einkennst af meiri losta og spennu. Í upphafi er allt nýtt og í raun sækjum við gjarna í meira kynlíf í upphafi sambands því það er leið líkamans til að mynda tengingu við þessa nýju manneskju. Í langtíma sambandi er vel hægt að stunda gott kynlíf og jafnvel innihaldsríkara, en sennilega verður það alltaf ólíkt því kynlífi sem var stundað í byrjun. Það sem skiptir mestu máli er í raun ekki tíðnin, hversu sjaldan/oft þið stundið kynlíf, heldur sú staðreynd að þið talið ekki um vandann. Þögnin gerir vandann enn verri. Í þögninni förum við að draga ályktanir sem byggja oft á ótta en með samtali er hægt að fylla í eyðurnar með því sem er raunverulega er að hafa áhrif á kynlífið ykkar. Sjá alla pistla Aldísar hér. Ef þú vilt gera breytingar á því kynlífi sem þið eruð að stunda er í raun best að nálgast maka þinn og ræða stöðuna. Með því orða hlutina á þann hátt að við séum ekki að ásaka hvort annað er hægt að skoða hvort það sé vilji hjá ykkur til að auka nándina í sambandinu á ný. Nánd er auðvitað ekki bara kynferðisleg. Oft er nauðsynlegt að hlúa að tilfinningalegri, líkamlegri, vitsmunalegri eða andlegri nánd samhliða því að byggja upp kynferðislega nánd á ný. Það er ein bók sem mér dettur í hug að benda ykkur á. Mating in Captivityeftir Esther Perel. Hún fjallar um kynlöngun í langtímasamböndum og hvernig er hægt að sækja í og viðhalda erótík. Perel varpar fram spurningunni: „hvernig er hægt að þrá eitthvað sem við, nú þegar, höfum?” Í bókinni skoðar hún hvernig þörf fyrir öryggi og þörf fyrir nýbreytni togast á í langtímasambandi. Aldís opnaði um áramótin Kynheilsu- miðstöð kynvera sem er með aðsetur hjá Sálfræðiráðgjöfinni, Lækjartorgi 5. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
En hvað er raunhæft að gera þegar við viljum vinna með líkamlega nánd eða kynlíf? Þar dugar sjaldnast sama aðferð og við sjáum víða í janúar, þar sem fólk reynir að knýja fram breytingar með hörku og helst nýju líkamsræktarkorti. Samt heyri ég oft að fólki ætli að beita svipaðri nálgun þegar kemur að kynlífsvanda. Hlutirnir eiga bara að lagast, helst á núll einni. Þessum óraunhæfu markmiðum getur fylgt niðurrif og aukið á vonleysi. Nýleg spurning endurspeglar þessa líðan ágætlega en hún er frá 43 ára karlmanni: „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár. Við tölum ekki um kynlífið okkar og stundum það sjaldan. Ég sakna kynlífsins sem við stunduðum í byrjun, er þetta bara búið?” Áður en ég svara spurningunni er ég með spurningu fyrir lesendur. Hefur þú á einhverjum tímapunkti verið að takast á við kynlífsvanda? Kynlífsvandi er vandi sem hefur áhrif á unað eða getuna til að stunda kynlíf. Þessi vandi getur verið af ýmsum toga og breytilegur eftir aldri. Dæmi um kynlífsvanda eru: seinkað sáðlát, brátt sáðlát, risvandi, skortur á kynlöngun, fullnægingarvandi, sársauki í kynlífi, kvíði tengdur frammistöðu og ólíkar þarfir eða áhugi á kynlífi. En er sambandið búið þegar kynlífsvandi er til staðar? Stutta svarið er, alls ekki! Langa svarið er að það þarf auðvitað ýmislegt að gerast til að vinna úr þeirri stöðu sem komin er upp þegar vandi er til staðar og hann ekki ræddur. Flest pör tengja við það að kynlífið í upphafi sambands hafi einkennst af meiri losta og spennu. Í upphafi er allt nýtt og í raun sækjum við gjarna í meira kynlíf í upphafi sambands því það er leið líkamans til að mynda tengingu við þessa nýju manneskju. Í langtíma sambandi er vel hægt að stunda gott kynlíf og jafnvel innihaldsríkara, en sennilega verður það alltaf ólíkt því kynlífi sem var stundað í byrjun. Það sem skiptir mestu máli er í raun ekki tíðnin, hversu sjaldan/oft þið stundið kynlíf, heldur sú staðreynd að þið talið ekki um vandann. Þögnin gerir vandann enn verri. Í þögninni förum við að draga ályktanir sem byggja oft á ótta en með samtali er hægt að fylla í eyðurnar með því sem er raunverulega er að hafa áhrif á kynlífið ykkar. Sjá alla pistla Aldísar hér. Ef þú vilt gera breytingar á því kynlífi sem þið eruð að stunda er í raun best að nálgast maka þinn og ræða stöðuna. Með því orða hlutina á þann hátt að við séum ekki að ásaka hvort annað er hægt að skoða hvort það sé vilji hjá ykkur til að auka nándina í sambandinu á ný. Nánd er auðvitað ekki bara kynferðisleg. Oft er nauðsynlegt að hlúa að tilfinningalegri, líkamlegri, vitsmunalegri eða andlegri nánd samhliða því að byggja upp kynferðislega nánd á ný. Það er ein bók sem mér dettur í hug að benda ykkur á. Mating in Captivityeftir Esther Perel. Hún fjallar um kynlöngun í langtímasamböndum og hvernig er hægt að sækja í og viðhalda erótík. Perel varpar fram spurningunni: „hvernig er hægt að þrá eitthvað sem við, nú þegar, höfum?” Í bókinni skoðar hún hvernig þörf fyrir öryggi og þörf fyrir nýbreytni togast á í langtímasambandi. Aldís opnaði um áramótin Kynheilsu- miðstöð kynvera sem er með aðsetur hjá Sálfræðiráðgjöfinni, Lækjartorgi 5.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira