Lífið

Ung­frú Banda­ríkin af­salar sér titlinum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Noelia Voigt setur geðheilsuna í fyrsta sæti og afsalar sér titlinum Ungrú Bandaríkin níu mánuðum eftir að hún var valin.
Noelia Voigt setur geðheilsuna í fyrsta sæti og afsalar sér titlinum Ungrú Bandaríkin níu mánuðum eftir að hún var valin. Vísir/Getty

Ungfrú Bandaríkin, Noelia Voigt, hefur ákveðið að afsala sér titlinum vegna heilsufarsástæðna. Voigt fór með sigur af hólmi þegar keppnin fór fram í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér á Instagram sagðist hún trúa á það að gera það sem er best fyrir „sjálfan sig og geðheilsuna“.

„Settu aldrei líkamlega og andlega heilsu þína í hættu,“ segir Voigt í tilkynningunni og heilsan sé okkar ríkidæmi. Greint er frá á vef BBC. 

Voigt er 24 ára og frá Bandaríkjunum og Venesúela. Hún ólst upp í Utah í Bandaríkjunum.

„Settu heilsuna í forgang, vertu þinn eigin talsmaður og annarra með því að nota rödd þína og aldrei vera hrædd við það sem framtíðin ber í skauti sér, jafnvel þó það sé óvissa,“ sagði hún í tilkynningu sinni þar sem hún þakkaði fyrir þá níu mánuði sem hún var Ungfrú Bandaríkin.

Það hafi gefið henni tækifæri til að skipta máli og til að uppfylla draum sinn um að ferðast og hitta fólk um allan heim.

Aðstandendur keppninnar segjast styðja ákvörðun hennar og að þau munu kynna arftaka hennar. Savannah Gankiewicz frá Hawaii var í öðru sæti í keppninni í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.