Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 23:54 Noem (t.v.) hitti aldrei Kim Jong-un (t.h.) en drap vissulega veiðihundinn sinn Cricket. Hundurinn á myndinni er sömu tegundar og Cricket heitin. Vísir Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira