Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 13:57 Orion-geimfarið undan ströndum Kaliforníu í desember 2022. EPA/Mario Tama Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. Þegar geimför snúa til jarðar eru þau á gífurlegum hraða og þegar þau mæta andrúmslofti hitna þau mjög mikið. Í þessu tilfelli náði yfirborðshiti Orion í allt að 2.760 gráður. Hitaskjöldum er ætlað að verja geimför og geimfara gegn þessum hita. Innri endurskoðandi NASA gaf í gærkvöldi út skýrslu um stöðu Artemis-áætlunarinnar en þar segir að hitaskjöldurinn hefði skemmst á rúmlega hundrað stöðum. Þar hefðu hlutar hans fallið af honum en skemmdirnar voru allt annars eðlis en verkfræðingar NASA höfðu búist við. Óttast er að skemmdirnar bendi til galla á hitaskildinum sem gæti ógnað geimförum sem senda á til tunglsins í geimfarinu á næstu árum. Ekki er vitað af hverju skemmdirnar urðu svo miklar. Það sem sérfræðingar óttast sérstaklega er að brak úr hitaskildinum gæti skemmt fallhlífar geimfarsins. Boltar sem eru í hitaskildinum eru einnig sagðir hafa bráðnað meira en búist var við. Hér má sjá myndir af skemmdunum sem um ræðir. Geimfarið á að geta hýst geimfara í allt að 21 dag. Í Artemis-2 stendur til að skjóta hópi geimfara til tunglsins, þar sem þeir munu vera á sporbraut um tunglið um skeið. Þetta verður í fyrsta sinn sem geimfarar fara lengra en á sporbraut um jörðu frá árinu 1972, þegar Apollo 17 var skotið til tunglsins. Orion-geimfarinu var skotið á loft seinni hluta árs 2022. Það ferðaðist til tunglsins og var þar á sporbraut í nokkra daga. Geimfarið fór í heildina um tvær milljónir kílómetra áður en það lenti í Kyrrahafinu. Geimfarar í nýju geimfari Á mánudaginn í næstu viku stendur til að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í geimfarinu Starliner. Starfsmenn Boeing hafa unnið að þróun þess geimfars um árabil en sú vinna hefur reynst erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en því var ítrekað frestað út það ár. Þegar Starliner fór fyrst á loft, í desember 2019, misheppnaðist geimskotið vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar í maí 2022. Þá stóð til að senda menn til geimstöðvarinnar með Starliner síðasta sumar en því geimskoti var einnig frestað og á loks að verða af geimskotinu þann 6. maí. Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. 23. apríl 2024 23:18 Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. 16. apríl 2024 07:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þegar geimför snúa til jarðar eru þau á gífurlegum hraða og þegar þau mæta andrúmslofti hitna þau mjög mikið. Í þessu tilfelli náði yfirborðshiti Orion í allt að 2.760 gráður. Hitaskjöldum er ætlað að verja geimför og geimfara gegn þessum hita. Innri endurskoðandi NASA gaf í gærkvöldi út skýrslu um stöðu Artemis-áætlunarinnar en þar segir að hitaskjöldurinn hefði skemmst á rúmlega hundrað stöðum. Þar hefðu hlutar hans fallið af honum en skemmdirnar voru allt annars eðlis en verkfræðingar NASA höfðu búist við. Óttast er að skemmdirnar bendi til galla á hitaskildinum sem gæti ógnað geimförum sem senda á til tunglsins í geimfarinu á næstu árum. Ekki er vitað af hverju skemmdirnar urðu svo miklar. Það sem sérfræðingar óttast sérstaklega er að brak úr hitaskildinum gæti skemmt fallhlífar geimfarsins. Boltar sem eru í hitaskildinum eru einnig sagðir hafa bráðnað meira en búist var við. Hér má sjá myndir af skemmdunum sem um ræðir. Geimfarið á að geta hýst geimfara í allt að 21 dag. Í Artemis-2 stendur til að skjóta hópi geimfara til tunglsins, þar sem þeir munu vera á sporbraut um tunglið um skeið. Þetta verður í fyrsta sinn sem geimfarar fara lengra en á sporbraut um jörðu frá árinu 1972, þegar Apollo 17 var skotið til tunglsins. Orion-geimfarinu var skotið á loft seinni hluta árs 2022. Það ferðaðist til tunglsins og var þar á sporbraut í nokkra daga. Geimfarið fór í heildina um tvær milljónir kílómetra áður en það lenti í Kyrrahafinu. Geimfarar í nýju geimfari Á mánudaginn í næstu viku stendur til að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í geimfarinu Starliner. Starfsmenn Boeing hafa unnið að þróun þess geimfars um árabil en sú vinna hefur reynst erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en því var ítrekað frestað út það ár. Þegar Starliner fór fyrst á loft, í desember 2019, misheppnaðist geimskotið vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar í maí 2022. Þá stóð til að senda menn til geimstöðvarinnar með Starliner síðasta sumar en því geimskoti var einnig frestað og á loks að verða af geimskotinu þann 6. maí.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. 23. apríl 2024 23:18 Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. 16. apríl 2024 07:01 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. 23. apríl 2024 23:18
Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56
Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43
Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. 16. apríl 2024 07:01