Tækni

Fréttamynd

Helgi þarf að greiða starfs­mönnunum milljónirnar 67

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur

„Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kapp kaupir banda­rískt fé­lag

Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætla að sam­þykkja til­boð JBT og vonast til að margir hlut­hafar haldi eftir bréfum

Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.

Innherji
Fréttamynd

Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus

Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda jólin frítt með inn­eign í appinu

Samkaup er í fararbroddi íslenskra matvöruverslana þegar kemur að því að bjóða viðskiptavinum vildarkjör gegnum app. Yfir áttatíuþúsund manns eru skráð í Samkaupa-appið og hafa samtals safnað hátt í tveimur milljörðum í inneign frá því appið fór í gang. Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum heldur utan um vildarkerfi Samkaupa.

Samstarf
Fréttamynd

Vilja þvinga Google til að selja Chrome

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að Google verði gert að selja reksturinn varðandi Chrome vafrann. Fyrr á þessu ári komst dómari að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi brotið margvísleg samkeppnislög og misnotað markaðsráðandi stöðu þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísold ráðin markaðs­stjóri

Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Controlant klárar milljarða fjár­mögnun með að­komu líf­eyris­sjóða og Arion

Tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur glímt við rekstrarerfiðleika að undanförnu, hefur lokið við samanlagt um 35 milljóna Bandaríkjadala fjármögnun, einkum með nýju hlutafé frá nokkrum lífeyrissjóðum og láni frá Arion. Stjórnarformaður Controlant segir að þótt kaup- og innleiðingaferli alþjóðlegra lyfjarisa á stafrænni tækni og rauntímavöktun hafi tafist þá sé félagið bjartsýnt á framhaldið enda í „einstakri stöðu“ til að umbylta aðfangakeðju lyfja.

Innherji
Fréttamynd

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekkert ó­svipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“

„Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skatta­hvatar „mikil­vægasta tólið“ hjá ríkinu til að styðja við hug­verka­iðnað

Fjármálaráðherra hefur að stórum hluta dregið til baka upphafleg áform um verulega lækkun á endurgreiðsluhlutfalli og hámarki á frádráttárbærum kostnaði í tengslum við rannsóknir og þróun nýsköpunarfyrirtækja sem hefði, að mati hagsmunasamtaka í hugverkaiðnaði, valdið því að fyrirtæki myndu færa þróunarstarfsemi sína úr landi. Samtök iðnaðarins segja breytingarnar frá frumvarpsdrögum „jákvæðar“ en vilja sjá meira gert sem snýr að skattahvötum.

Innherji
Fréttamynd

Segir spjallþjarka bera á­byrgð á sjálfs­vígi sonar hennar

Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones.

Erlent
Fréttamynd

Nektar­myndir gerðar ó­skýrar sjálf­krafa á Instagram

Á Instagram verða nektarmyndir nú sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum. Unglingar undir 18 ára aldri munu ekki geta breytt stillingu á reikningu úr einkaham [e. private) nema með samþykki forráðamanna. Þetta eru meðal nýrra aðgerða sem Meta, eigandi Instagram, hefur tilkynnt um sem eiga að vernda ungmenna gegn kynlífskúgun (e. sextortion) og hótunum um dreifingu kynferðislegra mynda.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu hluta­fjár­hækkun til að verja til­tekna fjár­festa fyrir gengis­lækkun

Mikill meirihluti hluthafa samþykkti tillögu stjórnar Controlant um að fara meðal annars í hlutafjárhækkun í því skyni að gefa út uppbótarhluti til að verja þá fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, sem höfðu komið inn í síðasta útboði fyrir þeirri miklu gengislækkun sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni leggja til um þriðjunginn af þeirri fjárhæð sem Controlant hyggst sækja sér í nýtt hlutafé á næstu vikum.

Innherji
Fréttamynd

Eins og AirBnb og Uber en fyrir tón­listar­kennslu

Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim.

Viðskipti innlent