Fréttir

Fréttamynd

Lengja opnunartímann aftur

Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­kærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í annað met­ár í frávísunum

Fimmfalt fleiri tilkynningar vegna gruns um mansal hafa borist til ríkislögreglustjóra síðustu þrjú ár en árin þrjú á undan. Þá hafa frávísanir á landamærum margfaldast á sama tímabili. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vonar að auknar aðgerðir lögreglu og tolls á landamærunum hafi varnaðaráhrif.

Innlent
Fréttamynd

Gullbakka stolið á Skóla­vörðu­stíg: „Þetta eru galdra­menn“

Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum.

Innlent
Fréttamynd

Frú Vig­dís fagnar 95 ára af­mæli

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir skotnir til bana í Gauta­borg

Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í hverfinu Biskopsgården í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Einn maður til viðbótar var á staðnum og er talið að árásarmaðurinn hafi einnig ætlað að skjóta hann til bana. Sá slapp hins vegar ómeiddur.

Erlent
Fréttamynd

Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög

Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Kemur til greina að Ís­land sendi fólk til Úkraínu

Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján ára með 13 kíló af kókaíni

Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 

Innlent