Fréttir

Fréttamynd

Skilji vel að fólk sé ó­ró­legt

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATÓ) sem beri að tryggja varnir landsins.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stór­bruni í Gufu­nesi

Mikill eldsvoði er í Gufunesi og er slökkviliðið með mikil viðbrögð. Reykur sést víða um höfuðborgarsvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir engar upplýsingar að fá í augnablikinu því tilkynning hafi rétt verið að berast þeim.

Innlent
Fréttamynd

Þvert nei Græn­lendinga við yfir­töku Banda­ríkjanna

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins.

Erlent
Fréttamynd

Funda um Evrópumálin „fjarri kast­ljósi fjöl­miðla“

Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skref Guð­bjargar að taka sér frí

Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnar­firði

Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lokað yfir hálfri milljón sam­félags­miðla­að­ganga

Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka nú og skoða á­kærur gegn seðlabankastjóranum

Bandarískir alríkissaksóknarar hafa myndað ákærudómstól sem ætlað er að rannsaka Jerome Powell, seðlabankastjóra, og mögulega ákæra hann. Rannsóknin tengist vitnisburði hans á þingfundi þar sem hann var spurður út í endurbætur á húsnæði seðlabankans.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár vikur í fyrsta gjald­daga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu

Aðeins á eftir að skrá kílómetrastöðu um 15% þeirra ökutækja á landinu sem ný lög um kílómetragjald ná yfir. Skráning kílómetrastöðu vegna gjaldsins er sögð hafa gengið vel, en þegar hefur staðan verið skráð vegna 85% af þeim ríflega 300 þúsund ökutækjum sem lögin ná yfir. Fyrsti gjalddagi vegna kílómetragjaldsins rennur upp eftir tæpar þrjár vikur.

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekki réttargæslu­mann þrátt fyrir grun um of­beldi á leik­skólanum

Móðir stúlku, sem talin er hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu leikskólastarfsmanns, segist ráðalaus. Lögreglurannsókn var látin niður falla þar sem ekki töldust nægar sannanir til staðar, þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi orðið vitni að ofbeldinu. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður og segist móðirin enga hugmynd hafa hvaða úrræði standi þeim til boða.

Innlent
Fréttamynd

„Mar­tröð sem ég mun bera með mér alla ævi“

Helgi Bjartur Þorvarðarson, maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn, segist ekki sekur um þau brot sem hann er sakaður um. Hann segist hafa fallið á bindindi sínu umrætt kvöld, verið í „blackout-ástandi“ en að hann hafi það ekki í sér að vera fær um að gera það sem hann er sakaður um.

Innlent
Fréttamynd

Gæti slegið í storm og hring­vegurinn lokaður

Alldjúp lægð við Færeyjar beinir norðlægri átt til landsins í dag sem víðast verður 10 til 18 metrar á sekúndu. Á Suðausturlandi og Austfjörðum má hins vegar búast við hvassviðri eða stormi og einnig getur slegið í storm í staðbundnum vindstrengjum á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Veður