Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér

Aflögun undir Svartsengi er orðin hægari en áður. Á sama tíma hefur verulega dregið úr skjálftavirkni í Krýsuvík undanfarnar vikur. Enn ríkir óvissa um hvenær næstu eldsumbrot gætu orðið. Hættumat helst að óbreyttu eins fram að 25. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls

Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023.

Innlent
Fréttamynd

Small­vil­le-leik­kona opnar sig í fyrsta sinn um að­komu sína að kyn­lífssér­trúarsöfnuðinum

Allison Mack, sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm, (borið fram Nexium) hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að söfnuðinum, hvernig hún plataði aðrar konur til að taka þátt og dóm sinn. Í nýrri sjö þátta hlaðvarpsseríu segist Mack ekki álíta sjálfa sig saklausa. Hún hafi treyst Keith Raniere, leiðtoga söfnuðarins, fullkomlega. Hún var hluti af söfnuðinum í tólf ár.

Erlent
Fréttamynd

Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga

Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum.

Innlent
Fréttamynd

Sprengdi sig í loft upp við dómshús

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan dómshús í Islamabad í Pakistan í morgun. Þá særðust að minnsta kosti 27 í árásinni en enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á henni enn sem komið er.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu

Forsvarsmenn sjálfstæðrar andspillingarrannsóknarstofnunar Úkraínu, sem kallast NABU, segjast rannsaka umfangsmikið spillingarmál í orkugeira ríkisins. Rannsóknin er meðal annars sögð snúa að meintum umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum sem tengjast ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Heims­þing kven­leið­toga – seinni dagur

Seinni dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er einstakur vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga.

Innlent
Fréttamynd

Kín­verjar menga mest en standa sig samt best

Síðustu átján mánuði hefur Kínverjum tekist að halda í horfinu eða jafnvel draga úr þegar kemur að útblæstri koltvísýrings í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Guardian fjallar um og er sögð vekja vonir um að Kínverjum, sem eru þó mest mengandi þjóð heims, sé að takast að draga úr losuninni, fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Á­ætlanir Bláa lónsins varði alla heims­byggðina

Íbúi í Hornafirði er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að.

Innlent
Fréttamynd

„Við viljum auð­vitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“

Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala

Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Að­dragandinn að endinum hjá ríkislög­reglu­stjóra

Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær.

Innlent
Fréttamynd

Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn sams­konar flug­vél

Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum.

Innlent