Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa fyrsta maí síðastliðinn og starfar hún á vegum Alþingis með það markmið að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. Innlent 5.5.2025 20:02
„Kannski ég læri að prjóna sokka“ Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. Innlent 5.5.2025 19:43
Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Rigningin á suðvesturhorni landsins kom ekki í veg fyrir það að strandveiðimaðurinn Stefán Jónasson drifi sig á fætur - og það fyrir allar aldir – til að taka þátt í fyrsta degi strandveiðitímabilsins. Slík var tilhlökkunin eftir langan vetur. Hann bauð fréttastofu um borð í bátinn sinn Kvistinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiði dagsins. Innlent 5.5.2025 19:37
Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent 5.5.2025 17:06
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Hallu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Innlent 5.5.2025 13:09
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. Innlent 5.5.2025 12:54
Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn. Erlent 5.5.2025 12:39
Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. Erlent 5.5.2025 11:47
Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda sem hann segir brosa hringinn á fyrsta degi veiða. Innlent 5.5.2025 11:36
Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Málþing um snjóflóð og samfélög verður haldi á Ísafirði næstu tvo daga, 5. og 6. maí. Málþingið er haldið í tilefni af því að þrjátíu ár eru nú liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. Innlent 5.5.2025 11:33
Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni. Erlent 5.5.2025 11:22
Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. Innlent 5.5.2025 11:18
Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran. Erlent 5.5.2025 10:47
Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt. Erlent 5.5.2025 10:07
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. Erlent 5.5.2025 07:58
Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, víða kalda vestanlands en golu fyrir austan. Veður 5.5.2025 07:13
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. Erlent 5.5.2025 07:12
Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann sem hafði skallað annan í miðbænum. Farið var með manninn á lögreglustöð til að reyna að ræða við manninn en það gekk hins vegar ekki vegna ölvunar mannsins og dónaskaps hans í garð lögregluþjóna. Innlent 5.5.2025 06:22
Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir vöruhúsið við Álfabakka, eða „græna skrímslið“ flókið mál. Húsið hafi verið lengi á skipulagi en útlitið hafi farið fyrir brjóstið á fólki þegar húsið var komið upp. Borgin sé tilbúin til að miðla málum svo hægt sé að finna lausn sem henti öllum. Innlent 4.5.2025 22:44
Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Tímaspursmál sé hvenær fasteignamarkaðurinn taki við sér en mikið misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar að mati hagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Staðan hafi vissulega verið svartari þó að nýjar íbúðir seljist illa. Innlent 4.5.2025 21:00
Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. Innlent 4.5.2025 20:20
Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Innlent 4.5.2025 19:53
Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að hælisleitendur, sem vísa á úr landi, séu vistaðir í fangelsi fyrir brottför, eins og hefur vreði. Koma á upp sérstakri brottfararstöð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.5.2025 18:12
Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Lögreglan í Ríó de Janeiró segist hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði á stórtónleikum Lady Gaga á Copacabana-strönd í gær. Erlent 4.5.2025 16:45
Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. Innlent 4.5.2025 15:17