Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs. Innlent 11.9.2025 10:06
Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Leit að þeim sem skaut bandaríska hægri sinnaða áhrifavaldinn Charlie Kirk til bana á útisamkomu í Utah í gærkvöldi stendur yfir. Tveir hafa verið handteknir en báðum sleppt eftir yfirheyrslu. Erlent 11.9.2025 09:58
Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Lögreglunni á Íslandi bárust 612 tilkynningar um heimilisofbeldi á fyrstu sex mánuðum ársins, sem jafngildir 102 tilkynningum á mánuði að meðaltali. Innlent 11.9.2025 09:56
Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. Erlent 11.9.2025 06:45
Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en alls voru um 60 mál skráð í kerfi lögreglu á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Innlent 11.9.2025 06:20
Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Innlent 11.9.2025 06:00
Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“. Erlent 10.9.2025 19:19
Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Tafir hjá Útlendingastofnun og Háskóla Íslands hafa komið í veg fyrir að tugir erlendra nemenda gætu hafið nám við skólann í haust. Alþjóðafulltrúi segir háskólann ekki jafn samvinnuþýðan í ár og áður. Innlent 10.9.2025 22:56
Quang Le stefnir Landsbankanum Quang Le hefur stefnt Landsbankanum þar sem að hann hefur ekki fengið að stofna til bankaviðskipta hjá bankanum frá því að hann var tekinn til rannsóknar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Innlent 10.9.2025 22:12
Fékk milljón vegna afmælis kattarins Vinningshafi í Happdrætti Háskóla Íslands var að hita matarafganga er hann fékk símtal að hann hefði unnið tíu milljónir. Að sögn starfsmann Happdrættisins var hann fljótur að fyrirgefa truflunina við matseldina. Þá var annar sem valdi afmælisdaga kattarins og vann þar af leiðandi eina milljón. Innlent 10.9.2025 21:28
Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Innlent 10.9.2025 21:10
Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi. Innlent 10.9.2025 20:42
„Ísland á betra skilið“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í stefnuræðu sinni. Hún segir það að ganga inn í Evrópusambandið, líkt og ríkisstjórnin stefni að, þýði afturför í íslensku samfélagi. Innlent 10.9.2025 20:05
Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Innlent 10.9.2025 19:58
Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi Innlent 10.9.2025 19:20
Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Innlent 10.9.2025 19:14
Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Innlent 10.9.2025 19:07
Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Íbúar í Hveragerði fundu fyrir skjálfta rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Innlent 10.9.2025 18:58
Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik. Innlent 10.9.2025 18:23
Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni. Innlent 10.9.2025 18:01
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri. Innlent 10.9.2025 17:31
Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. Innlent 10.9.2025 17:21
Alþingi efnir til stefnuræðubingós Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið. Innlent 10.9.2025 17:10
Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. Erlent 10.9.2025 16:34