Fréttir

Fréttamynd

Skýrt á­kall um heils­dags­verk­fall á kvennafrí­degi í ár

Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Olíuboranir að hefjast beint norður af Ís­landi

Bandarískt olíuleitarfélag með höfuðstöðvar í Texas hefur hafið olíuleit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Líklegt er að þjónustu við olíuleitina verði að einhverju leyti sinnt frá Íslandi og er flugfélagið Norlandair á Akureyri byrjað að fljúga þangað með olíuleitarmenn.

Innlent
Fréttamynd

Fermingar­fræðslan um­deilda stappi nærri sturlun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun.

Innlent
Fréttamynd

Fundi frestað þar til á morgun

Fundi deiluaðila í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hefur verið frestað til klukkan ellefu á morgun. Ríkissáttasemjari frestaði fundi nú klukkan sex í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél snúið til Kefla­víkur vegna bilunar

Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð á fimmta tímanum vegna flugvélar sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna tæknibilunar. Flugvélin lenti um tíu mínútur í fimm og engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar

Notendur hraðhleðslustöðvari Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun munu nú þurfa að bíða örlítið lengur noti þeir stöðina því henni á að breyta í hverfishleðslustöð. Breytingin kemur til vegna bilunar.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að senda her­menn til Gasa

Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða.

Erlent
Fréttamynd

Verk­takar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi

Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina.

Innlent
Fréttamynd

Fugla­flensa greinist í refum

Skæð fuglaflensa af gerðinni H5n5 hefur greinst í þremur sýnum sem tekin voru úr veikum refum að undanförnu. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Krabba­meins­fé­lagið um að vera í raun fjár­mála­fyrir­tæki

Einar Páll Svavarsson og Guðrún Einarsdóttir kona hans eru hætt að styrkja Krabbameinsfélag Íslands eftir að Guðrún greindist með alvarlegt krabbamein. Eftir að hafa skoðað fjárhagsstöðu félagsins segir Einar Páll að frekar sé um viðburða- og fjármálafyrirtæki að ræða heldur en hjálparsamtök. Þeirra fjárframlag rennur nú til Ljóssins.

Innlent
Fréttamynd

Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislu­sal Trumps

Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið.

Erlent
Fréttamynd

Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tví­buranna og Samúels Jóa

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis.

Innlent
Fréttamynd

Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýr land­nemi á Ís­landi ratar í heimspressuna

Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga.

Innlent
Fréttamynd

Máttu neita karl­manni um leyfi í kvennaverkfalli

Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Innlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að Trump og Pútín muni funda í bráð

Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður.

Erlent