Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2024 12:06 David Pecker, félagi Donalds Trump til fjölda ára, keypti réttinn á frásögnum kvenna um Trump til þess eins að sitja á þeim fyrir forsetakosningarnar árið 2016. AP/Marion Curtis Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02