Lífið

Baulað á Kim Kar­dashian þegar Brady var grillaður

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kim Kardashian var meðal þeirra sem gerðu grín að Brady í gær.
Kim Kardashian var meðal þeirra sem gerðu grín að Brady í gær. Getty/Matt Winkelmeyer

Áhorfendur bauluðu á áhrifavaldinn og athafnakonuna Kim Kardashian þegar hún tók þátt í að grilla NFL-stjörnuna Tom Brady í gær. Brandari hennar um hæð grínistans Kevin Hart féll í grýttan jarðveg. 

Í beinni útsendingu á Netflix í gær var Tom Brady grillaður af vinum sínum og grínistum. Grillun kallast „roast“ á ensku og er tegund gríns þar sem einn einstaklingur er fenginn til að vera í sviðsljósinu og nokkrir koma og gera grín að honum og öðrum grillurum. 

Grillstjórinn var grínistinn Kevin Hart og meðal annarra sem mættu á svið voru fyrrverandi liðsfélagi hans Rob Gronkowski, uppistandararnir Jeff Ross og Andrew Schulz og Kim Kardashian. 

Þegar Kardashian mætti á sviðið þakkaði hún Hart fyrir að kynna sig inn og byrjaði á því að segja „Ég veit að margir gera grín að hæð þinni,“ en Hart er 157 sentimetrar að hæð. Fyrsti brandarinn sló ekki í gegn og baulað var á hana. Kardashian glotti bara, hélt áfram með grínið sitt og lét baulið ekki á sig fá. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.