Bretland

Fréttamynd

Bretar fá afar misvísandi skilaboð um hegðun í aðdraganda jóla

Bretar fá nú misvísandi skilaboð frá yfirvöldum en á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra hefur sagt að fólk eigi ekki að þurfa að hætta við boð í aðdraganda jóla hvetur Chris Whitty, yfirmaður heilbrigðismála, fólk til að hitta ekki aðra en nána aðstandendur. 

Erlent
Fréttamynd

Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum

Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins.

Erlent
Fréttamynd

Hamilton sleginn til riddara

Sir Lewis Hamilton - sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri - var í dag sleginn til riddara. Aðeins eru örfáir dagar síðan Hamilton tapaði heimsmeistaratitli sínum til Max Verstappen í Abú Dabí kappakstrinum eftir gríðarlega dramatík.

Formúla 1
Fréttamynd

Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron

Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 

Erlent
Fréttamynd

Geta framselt Assange til Bandaríkjanna

Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Segir of seint að bregðast við omíkron með tak­mörkunum

Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir.

Erlent
Fréttamynd

Bretar herða reglurnar vegna omíkron

Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu.

Erlent